daria * blogg hégómans
|
föstudagur, maí 09, 2003 Mér er of kalt á puttunum til að nenna eða geta verið með áróður. Setjiði bara x við S á morgun. Plíííhíhííííís! |Dagga| 18:40 fimmtudagur, maí 08, 2003 ÉG ER ROKKSTJARNA! Það hefur loksins gerst. Frægðarsól mín skín skært og ég sit róleg við símann, og bíð eftir símhringingum frá villtum aðdáendum (hemdu þig, Steini!) ,,Ég er frjáls" er komið í 1. sæti á X-Dominos listanum!! Sko, sjáiði! Húrra! .. sem þýðir að hér er ég ofar á listanum en The White Stripes, Billy Corgan og félagar, Radiohead og fleirum ekki-jafn-frægum aðilum. Ehehehe. Þess má síðan geta að ég hef hækkað leikkonutaxtann verulega í ljósi þessara fregna. Erlingur, við erum að tala um seríus bödjett hérna. Ójá. |Dagga| 16:36 miðvikudagur, maí 07, 2003 Ekki er sniðugt.... ... að borða 7 framsóknarmyntur í einni lúku. Ái. Annars mun síðan eflaust breytast á næstu dögum. Ég var að fatta það í gær að hún er eiginlega frekar ljót. Þess vegna ætla ég að setja inn könnun innan tíðar.. Þið í kórnum: Ég var að pæla.. er ekki Europa Cantat svolítið tæp pæling.. ég meina, nennið þið að standa í söfnun? Þeir sem ekki fóru með til Skotlands í fyrra vita sennilega ekki um erfiðið sem þar bjó að baki, að ekki sé minnst á þá styrki sem við fengum. Slíkir styrkir færu eflaust til Filipseyjahópsins og við myndum alltaf mæta afgangi. Að ekki sé minnst á "heilsufar" okkar.. ef þið vitið hvað ég á við. Nei krakkar mínir, ég legg til að við söltum þetta. Bjóðum samt Andra Egils (a.k.a Síberíuhraðlestin) hjartanlega velkominn í linkahópinn! |Dagga| 15:13 mánudagur, maí 05, 2003 NEWSFLASH! Heyrst hefur að poppdívan BIRGITTA HAUKDAL sé Samfylkingarkona. Vá. Ég að kaupa diskinn - núna! Var að koma út latínuprófinu. Oj. Það fer um mig kosningafiðringur. Maður er bókaður 24/7 í myndatökur og áróður ýmis konar.. ég held að mér sé ekki um sel. Að fara í framboð er hægara sagt en gert. Fyrir það fyrsta virka ég eins og álfur út úr hól innan um framafólkið og er þarna voða mikið upp á punt, litla stelpan sem er ritari UJK. (Æj en sætt.) Til að koma því á hreint frammi fyrir alþjóð, þá var ég lokkuð í framboð. Ginnt eins og unglamb í sláturhús. Eina ástæðan fyrir því að ég tók við 12. sætinu var.. æj ég man ekki.. já, að fá mynd af mér í Kópavogspóstinum! Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því stússi sem kosningabaráttu fylgir, en trúið mér, þetta hefur verið skemmtilegasti tími lífs míns... Og það vantar bara 3 þingmenn í SV-kjördæmi og þá flýg ég inn sem varaþingmaður. KJÓSTU MIG EÐA ÞÚ DEYRÐ, HOMEBOY! (Back to sanity) ... Hmmm. Mamma og Steinunn eru að fara til Frakklands í 12 daga þann 1. júní. ...Sem þýðir aðeins eitt. Par-tay! Reyndar ætla ég mér aðeins að borða ís í öll mál og sleppa því að þrífa.. ég nenni ekki að hitta fólk. Fór í hægrimannapartí á McDonalds í austurstræti og var þar mikið stuð. Margir sætir strákar, því eins og er alvitað eru sætir strákar oft hægri sinnaðir. (Þetta er að sjálfsögðu ekki alhæfing enda margir D-strákar forljótir, illa talandi og andfúlir. Og feitir og heimskir!) Þar sá ég einmitt ónefndan ritstjórnarmeðlim Pólitíkur á massa tjatti við Ingva Hrafn Óskarsson. Hmmmmmmm... Talandi um sjúk partí, þá verð ég að hætta að fara í heimsókn til Fanneyjar í Fjörðinn á laugardagskvöldum. Get a grip, woman! Gellan var að dansa við kúst hálft kvöldið og lagðist síðan á grasbalann á veröndinni og ætlaði að gera snjóengla. Heyrst hefur að hún hafi drukki heila 3 breezera. Ég sá mig neydda til að flýja, fór heim og svaf í 13 tíma með stuttu stoppi annars staðar. Næstu helgar hjá Fanneyju? Ójá!. Síðan vildi ég bara segja ykkur að enskt heiti Farmsóknarflokksins er ,,The Sheep-vomit-party". Daggfýr. |Dagga| 13:16 |