daria * blogg hégómans
|
laugardagur, maí 24, 2003 Guð minn góður, ég þarf að fara að laga til hérna. Bæta við linkum og sortera þá, þetta nær engri átt. Er virkilega að spá í að breyta litunum og gera þetta appó. Hvað segiði um það? Ég hef tekið þá drastísku ákvörðun að skella mér til Filippseyja í ágúst. Og koma aftur í nóvember. Er alveg að eipa á þessum skóla og verð að komast burt, langt í burtu frá þessari heimsálfu. Planið er að vinna við lítið gæluverkefni sem er búið að vera lengi í bígerð. Þau hjá Eskimo fundu loksins project handa mér! Á Filippseyjum! Ég og þrír aðrir strákar frá Lúxemborg myndum leigja saman í þessa 4 mánuði; sitja fyrir á daginn og þjóna á Hard Rock á kvöldin! Ég myndi þá aðallega sitja fyrir hjá Freemanslistunum svona til að byrja með. Svona pöntunarlistar eru víst allir teknir í Asíu. Eithvað að gera með ódýrara vinnuafl. Huh, sama er mér. Ég vil öðlast frægð og frama. Módelbransinn, ég? Pigs do fly in the sky! Göðveikt! Jæja, segi ykkur meira frá þessu seinna. Farin að lúlla! |Dagga| 02:14 fimmtudagur, maí 22, 2003 Hér eru ÓMÆGOD! fréttir dags*ins: 1) Ég er bloggari mánaðarins! Húrra fyrir dómnefndinni!! Hreykin er ég mjög að fá að bera þennan titil fyrst allra. Og verðlaunari ekki bloggari af verri endanum heldur! Blessunin á að vera að klára prófin sín um þessar mundir og ég hugsa fallega til hennar af því tilefni! 2) Mitt eigið fólk svíkur mig! FER Á BAK VIÐ MIG EINS OG ILLA SIÐAÐUR HUNDUR! Sjáiði bara.... Ég átti engan þátt í þessari ályktun!! En það gæti verið að frá Kópavogsfélaginu kæmi önnur ályktun um sama málefni.. #$%#%! Fálkaorðuna? Er ekki nóg að fá 11 FM-957 verðlaun? .. Nei, nú er mér nóg boðið! |Dagga| 18:07 miðvikudagur, maí 21, 2003 Eins og ég hef áður sagt ykkur frá er ég á fúlle í vinnunni og líkar vel. 9-17 dagur er ekki svo lengi að líða og oft er bara skítljúft að sitja á rassinum og skemmta sér í krossgátu. En náttúrulega er best að drepa tímann í hörku-fínröðun á enskum kiljum. Ljúft. Ég fékk pakka í pósti í gær. Í honum voru 6 Veru-blöð og geisladiskurinn Stelpurokk. Ég er ekki frá því að þessi diskur sé ein mesta guðsgjöf síðari tíma. Meðal laga eru Pamela með Dúkkulísunum, Vegir liggja til allra átta með Ellý Vilhjálms, Heilræðavísur Megasar með Heiðu, Regína með Sykurmolunum og Björt mey og hrein með Hallbjörgu Bjarnardóttur, svo mætti lengi telja. Heilræðavísurnar eru án efa besta lagið en svo elska ég náttúrulega líka titillagið Stelpurokk með Todmobile: Pabbi, pabbi er í París og mamma er í Róm. Ég er bara heima í alveg nýjum skóm. Ég sef uppá þaki þegar mig langar til gef fuglunum súpu og kisunum blóm... Versta lag plötunnar er án efa þó Verkurinn með hljomsveitinni Á túr. BetaRokk syngur skemmtilegan texta: Válegur verkur Sviðinn á sálinni logandi líkami klístur í klofinu Verkur, válegur verkur Á túr Æ taktu ibúfen og haltu kjafti, það vorkennir þér enginn! Burtséð frá þessu melódrama, fær diskurinn níu naglalökk af tíu mögulegum, en bara þrjár sláttuvélar. Mig langar svo að vera í rokkhljómsveit þegar ég hlusta á þetta. Vill einhver leyfa mér að vera í hljómsveitinni sinni? Kannski bara í einu lagi? Ég vildi óska þess að ég gæti spilað á gítar en það er mér líffræðilega og andlega ómögulegt. Hví, ég skyldi síst vera. En ég er stórkostleg rokksöngkona. Stórkostleg, alveg... og ég kann líka á tambúrínu! |Dagga| 21:59 þriðjudagur, maí 20, 2003 Nú á ég grein á Pólitík.is ! Húrra! Algjör stelpugrein. En svona er lífið, þetta er allt saman aðför gegn kvenkyninu. Samt eru karlmenn núna í minnihluta mannkyns. 51% konur gegn 48% karla. Fróðir menn segja að karlkynið sé brátt að deyja út og innan nokkurra þúsunda ára verða þeir í talsverðum minnihluta, ef ekki bara útdauðir. Nú er hægt að búa til fósturvísa úr einræktuðum DNA-eggfrumum (eða eitthvað.. !) og þá er ekki sæðisfruma lengur þörf. Ferlega yrði það samt leiðinlegt.. :S |Dagga| 03:09 mánudagur, maí 19, 2003 Ég keypti skó í gær og er afskaplega sátt. Kannski lesendur njóti þess tækifæris að berja gersemin augum á bífum mér þegar sprundin fer í göngutúr á næstu dögum. Skórnir voru einmitt ekki viðbót í safnið mitt. Ég safna nefnilega ýmsu. Eins og þorri mannkyns er ég sek um að safna bókum og tónlist, en 3 söfn eru einstök.... : 1. Ljótir skór Eins og margir hafa eflaust tekið eftir elska ég ljóta skó. Ég hef nú aðeins gerst sek um tvenn skópkaup af þessu tagi en stefni á að að bæta úr því með sumrinu. Kórfélagar mínir muna e.t.v. margir eftir bláu silkiskónum sem ég keypti á 5 pund í Brichen. Með svona slaufu...guðdómlegir! Hitt parið er úr þeirri afspyrnuljótu skóbúð Skór.is. Þeir eru bleikir, háhælaðir glimmerskór með gúmmíbotni og teygju yfir ristinni. Minna mann svolítið á skótau sönggyðjunnar Leoncie. Venjulega geng ég ekki í ljótu skónum, af skiljanlegum ástæðum, en kannski kona gerist djörf einn góðan veðurdag?! 2. Flautur. Auk 70.000 króna Pearl-flautu með silfurmunnstykki, á ég panflautur, pennywhistles, blokkflautur og ég veit ekki hvað. Þessi söfnun er ekki markviss og skipulögð en engu að síður er safnið orðið stórt og nokkuð skemmtilegt. 3. Uglur Fyrir tíð Harry Potter og löngu áður en ég kynntist Uglunni ákvað ég að ugla skyldi alla tíð verða mín uppáhaldsdýrategund. Þær eru vitrar (sama hvað e-r besserwisser út í bæ segir, fuglafræðingar viðurkenna snilli þeirra!), sjá vel í myrkri, eru næturdýr og geta flogið. Semsagt, kúl dýr. Því hef ég alveg frá æsku verið gefin fyrir uglustyttur og kaupi mér alltaf þannig á svona skranmörkuðum í útlöndum. Þó varð ég andstutt þegar ég heimsótti Menntaskólann á Akureyri um daginn, og sá risasafn skólameistarans. Ég ætla samt ekki að láta deigann síga og stefni á Íslandsmet. Skrallið í gær var alveg feerlegt! Það er ekki oft sem maður fer heim af djamminu með bolla og undirskál! .....Nei, ég fór ekki heim með Bolla! |Dagga| 00:58 |