daria * blogg hégómans
|
föstudagur, júní 06, 2003 Sælinú! Ég er haldin á vit ævintýranna ásamt fríðu föruneyti. Giska á að útileguveður verði hið prýðilegasta. Minni á matarboðið mitt annað kvöld.. ef ég hef nennu þ.e.a.s................... Lag dauðans: Someday með Stróks. Elska það! |Dagga| 17:36 miðvikudagur, júní 04, 2003 Kontróvörsjalismi. Allir eru nett pirraðir á höfuðborgarhroka mínum og ég játa sekt mína. Stundum bara veit maður ekkert hvað maður á að skrifa um kvöldið fyrir greinardag!! Alltaf þarf ég að skrifa greinar á gúrkutímum. Verst að ég veit ekkert um ástandið á Raufarhöfn. Mín lausn á vandamálinu er bara að rækta fleiri hreindýr því þau eru svo sæt. Byggðamál, jíbbí. Hinsvegar er ég ekki alveg glötuð, því það var fokking vitnað í mig í Fréttablaðinu í gær, miðvikudaginn 4. júní tvöþúsund og þrjú! Á blaðsíðu 10. Þetta fer á ísskápinn minn. En greinin var eiginlega tómt rugl, þegar maður pælir aðeins nánar í því. Ég lykta af klór 24/7. Það er kannski ekki sniðugt að fara í sund á hverjum degi, eða hvað? Og helvítis Linda Pé! Fimmtánþúsundogeitthvað fyrir skitið þriggja mánaða kort í Sporthúsið? Ærónþínksó! Að lokum verð ég að koma því til skila að Law and Order eru ÖMURLEGIR þættir! Dauðarefsing smauðarefsing! Og líka Life with Bonnie, Drew Carey Show og að sjálfsögðu - Morgunsjónvarp stöðvar tvö. Oj oJ JOJoJ! Lesefni: Adventures in a TV Nation - Michael Moore og Katherine Glynn Tónlist: You´re so vain - Carly Simon |Dagga| 23:55 þriðjudagur, júní 03, 2003 Sundlaugaferðir eru mitt hobbí þessa dagana. Á meðan ég er á bíl get ég brunað í laugarnar eldsnemma að morgni og synt eins og 1000 metrana áður en maður skellir sér í ljúfu vinnuna. Best er náttúrulega að slappa af innan um gömlu konurnar í heita pottinum... ummm! Greinardagur Ég á grein á pólitík í dag. Samblanda af MH og MR hroka og skít hent í Akureyringa. Ekki verða reið Gústa, ég vil bara fá mitt íþróttahús með heitapotti! RSS molar vilja örugglega ekki hafa mig á tenglalista, enda er ég ekki einusinni búin að fá svar frá þeim. Fávitar. Ég er að lesa 6 bækur í augnablikinu. Það er geðveiki. Ekki þó jafn mikil geðveiki og öll þau kynstur af áfengum drykkjarföngum sem eru til hérna. Uss... kippa af Thule og tvær hálf-fullar Smirnoff. Oj bara. Ó .. bæ þe vei.. Jónas! Ég gleymdi rauðu peysunni minni hjá þér! Eftir kórgleðina á föstudaginn þá hef ég ákveðið að gerast bindindismanneskja... ... ég ætla að vera svona eins og ég var þegar ég var busi. Alltaf þegar einhver fór í ríkið þá sagði ég: "Huh.. á að drekka á þriðjudegi??" (Ballið var á miðvikudegi) og fannst allir sem drápust á balli óforskammaðir aumingjar. En það breytist, að sjálfsögðu. Sumir vilja halda að ég hafi þroskast afturábak síðan á busaárinu, en sama er mér. Ég var nefnilega frekar leiðinlegur busi. Án þess að alhæfa um þessi mál, þá hef ég á tilfinningunni að þeir sem aldrei hafa drukkið séu bindindismenn til að vera yfir okkur fylliraftana hafnir. Nú hljóma ég eins og einhver alger hálviti, að sjálfsögðu eru til umburðarlyndir dessigneited-dræverar út um allt.. en samt. Þynnka og ógeðslegheit er nefnilega yfirleitt skrallsins virði. (Það á að því miður reyndar ekki við um laugardagsmorguninn. ..eða jú kannski.) Ég ætti að hætta að blogga. Þetta er alveg að fara úr böndunum hérna... sjitt! |Dagga| 15:10 sunnudagur, júní 01, 2003 Einbúablogg Er búin að vera ein heima í nokkra klukkutíma og það er komið á hreint; ég er að fara að flytja að heiman! Hvílík nautn! Mamma er ágæt, en fokk sjitt fokk þetta er ljúft. Að því tilefni vil ég biðja fólk um að mæta óumbeðið heim til mín eftir klukkan 5 og skemmta mér. Vaknaði með þetta lag á heilanum: Fyrst á röngunni og svo á réttunni Tjú tjú og trallala .........Þetta hættir ekki! |Dagga| 21:42 |