daria * blogg hégómans
|
föstudagur, júní 06, 2003 Sælinú! Ég er haldin á vit ævintýranna ásamt fríðu föruneyti. Giska á að útileguveður verði hið prýðilegasta. Minni á matarboðið mitt annað kvöld.. ef ég hef nennu þ.e.a.s................... Lag dauðans: Someday með Stróks. Elska það! |Dagga| 17:36 miðvikudagur, júní 04, 2003 Kontróvörsjalismi. Allir eru nett pirraðir á höfuðborgarhroka mínum og ég játa sekt mína. Stundum bara veit maður ekkert hvað maður á að skrifa um kvöldið fyrir greinardag!! Alltaf þarf ég að skrifa greinar á gúrkutímum. Verst að ég veit ekkert um ástandið á Raufarhöfn. Mín lausn á vandamálinu er bara að rækta fleiri hreindýr því þau eru svo sæt. Byggðamál, jíbbí. Hinsvegar er ég ekki alveg glötuð, því það var fokking vitnað í mig í Fréttablaðinu í gær, miðvikudaginn 4. júní tvöþúsund og þrjú! Á blaðsíðu 10. Þetta fer á ísskápinn minn. En greinin var eiginlega tómt rugl, þegar maður pælir aðeins nánar í því. Ég lykta af klór 24/7. Það er kannski ekki sniðugt að fara í sund á hverjum degi, eða hvað? Og helvítis Linda Pé! Fimmtánþúsundogeitthvað fyrir skitið þriggja mánaða kort í Sporthúsið? Ærónþínksó! Að lokum verð ég að koma því til skila að Law and Order eru ÖMURLEGIR þættir! Dauðarefsing smauðarefsing! Og líka Life with Bonnie, Drew Carey Show og að sjálfsögðu - Morgunsjónvarp stöðvar tvö. Oj oJ JOJoJ! Lesefni: Adventures in a TV Nation - Michael Moore og Katherine Glynn Tónlist: You´re so vain - Carly Simon |Dagga| 23:55 þriðjudagur, júní 03, 2003 Sundlaugaferðir eru mitt hobbí þessa dagana. Á meðan ég er á bíl get ég brunað í laugarnar eldsnemma að morgni og synt eins og 1000 metrana áður en maður skellir sér í ljúfu vinnuna. Best er náttúrulega að slappa af innan um gömlu konurnar í heita pottinum... ummm! Greinardagur Ég á grein á pólitík í dag. Samblanda af MH og MR hroka og skít hent í Akureyringa. Ekki verða reið Gústa, ég vil bara fá mitt íþróttahús með heitapotti! RSS molar vilja örugglega ekki hafa mig á tenglalista, enda er ég ekki einusinni búin að fá svar frá þeim. Fávitar. Ég er að lesa 6 bækur í augnablikinu. Það er geðveiki. Ekki þó jafn mikil geðveiki og öll þau kynstur af áfengum drykkjarföngum sem eru til hérna. Uss... kippa af Thule og tvær hálf-fullar Smirnoff. Oj bara. Ó .. bæ þe vei.. Jónas! Ég gleymdi rauðu peysunni minni hjá þér! Eftir kórgleðina á föstudaginn þá hef ég ákveðið að gerast bindindismanneskja... ... ég ætla að vera svona eins og ég var þegar ég var busi. Alltaf þegar einhver fór í ríkið þá sagði ég: "Huh.. á að drekka á þriðjudegi??" (Ballið var á miðvikudegi) og fannst allir sem drápust á balli óforskammaðir aumingjar. En það breytist, að sjálfsögðu. Sumir vilja halda að ég hafi þroskast afturábak síðan á busaárinu, en sama er mér. Ég var nefnilega frekar leiðinlegur busi. Án þess að alhæfa um þessi mál, þá hef ég á tilfinningunni að þeir sem aldrei hafa drukkið séu bindindismenn til að vera yfir okkur fylliraftana hafnir. Nú hljóma ég eins og einhver alger hálviti, að sjálfsögðu eru til umburðarlyndir dessigneited-dræverar út um allt.. en samt. Þynnka og ógeðslegheit er nefnilega yfirleitt skrallsins virði. (Það á að því miður reyndar ekki við um laugardagsmorguninn. ..eða jú kannski.) Ég ætti að hætta að blogga. Þetta er alveg að fara úr böndunum hérna... sjitt! |Dagga| 15:10 |