daria * blogg hégómans
|
laugardagur, júní 14, 2003 Núna fer nýja síðan bráðum í loftið. Þið getið séð eitthvað af henni hérna. En það er babb í bátnum. Archives-draslið kann ekki mannasiði. Kann einhver að laga þetta? PLÍÍÍS! Og nei, ég er þokkalega ekki að herma eftir Söndru! E.S. - Kim Larsen er minn maður. |Dagga| 03:32 fimmtudagur, júní 12, 2003 Ég er að fara að sækja Mömmu og Steinfríði Lilliendahl eftir smástund. Því miður eru sæludagar einverunnar og þykjustu-singúl-lífsins á enda. Við tekur nöldur, ást, umhyggja og hreinlætisárátta. En ekki lengi, því ég ætla að skella mér í ÚTILEGU UJ!!! Magnþrungin spenna býr í brjósti mér því skemmtilegri djammfélagar eru vandfundnir. Heil helgi á Húsafelli með gítar og svölum bjór. Slurp. Ókei nú er ég að bulla. Best að fá sér eina lúku af Special Kei. (kjams) Hellisbúinn ég. Jæja, er farin að þvo ullarpeysuna mína. Ein pæling: Afhverju er ekki karókíbar niðrí bæ? Djöfull myndi ég eiga heima þar! |Dagga| 23:23 Greinardagsblogg Jeg har en ny artikel på Politiken! Eiginlega sú aggresífasta hingað til. Hipsterablogg Í gær var ég að steikja lauk fyrir risottoið mitt og þá hringdi dyrabjallan. Stóð þá rauðklæddur maður á stigaganginum með húfu á haus og pakka í hönd. Og sei sei já, pakkinn var handa mér. Þetta var því miður ekki Kertasníkir, bara einhver "Gunni" frá Íslandspósti, melurinn rukkaði mig um 508 krónur. En innihaldið var frábært. The Hipster Handbook. Geðveikislega töff. Nú verð ég svalasta gellan í Kópavogi. Ég er ekki búin að vera dugleg í bloggun, ég viðurkenni það. Ég er bara svo yfirmáta upptekin þessa dagana. Það á jú víst líka um rjóma mannkyns, þannig að afsökun mín er ansi léleg, ég veit. Hélt lekkert stelpumatarboð á þriðjudagskvöldið. Gestir voru Anna Pála, Sandra og Vala. Siggi, ástmaður Söndru, leit síðan smá við undir lokin. Ég reiddi fram svepparisotto, ricotta -kjúklingabringur, spergilkálspasta með stóru salati (borið fram í Holmegaard- fiskabúrsskálinni) og fuuullt af ANSJÓSUM. Vá hvað ég gæti borðað þær í öll mál. Vala bjó síðan til skyrsúkkulaðikókomjólkurrjómaréttinn að hætti frænku sinnar Steinunnar Bergsteins, og var hann ljúffengur. Hlýt að hafa fitnað um tvö kíló á þessu eina kvöldi. Ég er botnlaus, ég hætti yfirleitt að borða þegar maturinn er alveg búinn eða ég nenni ekki lengur að tyggja eða e-ð.. eiginlega aldrei útaf seddu. Græðgi er dyggð. (Þakkir fá Jamie Oliver og Nanna Rögnvaldardóttir fyrir blómlegar uppskriftir.) Þetta var svona fyrsta matarboðið sem ég stóð að öllu sjálf. Venjulega ryðst mamma að og tekur völdin því hún telur mig ófæra í matseld. En nú var hún ekki heima fyrir, blessunin. Já, fokk hör bara! Nei djók mamma ég elska þig ógeeeðslega mikið. Just stay out of my kitchen. Og keyptu handa mér mat, borgaðu símreikninginn minn og gefðu mér nýja skó. Plís. Nýja síðan á að koma bráðlega. Ef ég verð dugleg að þrífa á morgun er aldrei að vita hvort maður hendi ekki inn eins og einni appó síðu á föstudaginn. Það er margt sem ég þarf að laga, eins og að fá tenglana til að birtast í öðrum glugga, fá mér nýjan og betri teljara, bæta við linkum og skipta um bévítans kommentakerfi! Þar sem ég ætla að eyða nokkrum þúsundköllunum í DigMyndavél í sumar fyrir Filippseyjar ætla ég að vera með myndasíðu, ásamt einum svona egósentrískum tengli yfir á ævisögu mína. En þetta er allt saman á skóflustunguskeiði. Hugmyndir eða óskir um tengingar velkomnar! Spurning dagsins: Er málið að skipta um URL? Er Daria orðin þreytt? Músík: Jamiroquai – A Funk Odyssey (veit ekki afhverju; er ekkert spes) Lesefni: The Hipster Handbook...ógó góð á því! |Dagga| 01:32 mánudagur, júní 09, 2003 Sumarblogg Helgin var vægast sagt unaðsleg. Fór í margrómaða útilegu á föstudagskvöldið. Skemmti mér konunglega. 18 stiga hiti og sól ásamt hundunum Hressileika og fullt af litlum hvolpum. Við gistum í litlum og huggulegum hjalli og stemninginn var alveg rífandi þegar harmonikkumúsík lék um bæinn. Úje. Þegar komið var heim á laugardeginum kíkti maður við í miðborginni á laugardagskveldinu og þar var ekki ýkja margt um að vera. Í gærkveldi fór ég aftur á móti á Anger Management með kjellum útí bæ. Ágætis skemmtum. Sjö sokkabuxur. Ekkert naglalakk. Kíktum síðan á Dillon. (Nó sjitt?) Fyndið hvað maður sér alltaf sama fólkið þar... Aníveis, ég er alveg að fara að koma með nýju síðuna. Hún á m.a. að skarta nýju kommentakerfi, fleiri linkum og ýmsu öðru. OG!! ...Ég er að búa til eiginmannalista. Ég á ömurlegt plötusafn, fáar skemmtilegar bækur og ljóta skó. Ég verð þá að vera plebbaleg í þessum efnum, en þetta er frekar fróðleg lesning. Ciao, Túddlú, farin á æfingu. P.S. - - - Matarboðið mitt var ekki haldið á laugardeginum sökum þreytu. Ítölsk matarveisla dauðans verður því haldin að heimili mínu næsta þriðjudagskveld. Allir sjálfboðnir, því ég bý alltaf til of mikinn mat!! |Dagga| 17:02 |