daria * blogg hégómans



Ýmislegt

MSN netfang: dagga_h(hjá)hotmail.com
Senda mér smöss..
Myndasíðan


Tenglar og stallsystkini

Sandra Wish
Vigga
Anna Pála

Ýmsustu menn
Aðalsteinn
Alex Simm
Ari Eldjárn
Arnaldur
Atli Freyr
Atli Týr
Ágúst Flygenring
Baldvin
Bjarni Már
Eiki
Erlingur
Geimveira
Guja
Gunnhildur
Gunni Kerfiskall
Hallur
Hákon Skjenstad
Kári Túl
Kínverska mafían
Magga
Nanna súpersjef
Orri Té
Óli Gneisti
Raggan
Sigga
Sindri
Sibba
Snæbjörn
Stefán P
Steini Tík
Steinunn systir
Svan
Svanur
Svanhvít
Sveinbjörn
Ugla
Vala Svala
Þórdís

Röskvan
Aggi
Alma
Ásþór
Atli Bolla
Erna María
Eva Bjarna
Eva María
Dagný
Fanney Dóra
Garðar
Grétar
Gussan
Kári
Kjallarasystur
Lára Kristín
Magnús Már
Tinna Mjöll
Sigurrós
Sólrún Lilja
Steindór
Stígur
Torfi
Vala Bé Eggerts
Yngvi
Þórir

Jafnaðarmenn
Ágúst Ólafur
Bryndís Ísfold
Bryndís Nielsen
Brynja Bjarnfjörð
Grjóni Stólpi
Guðrún Birna
Hildur Edda
Jens Glens
J. Hjalti

Lagablókir
Arndís Anna
Ásdís Snævarr
Eva Baldurs"
Sara og co.
Snorri
Valdi
Þórhildur Líndal

Kaupthing bank Sirra
Sunna Dögg

Nýbakað og síðan í gær
Hildur Þóra
Jósef Ýmir
Dagur Orri

Hall of Shame
Hjaltinn minn

Pólitík.is
Evrópusamtökin
Bekkurinn minn
Silfur Egils
Sellan
SHA
Femínistar
Vinstri
Múrinn
Deiglan
Jamie Oliver
Michael Moore


Darían er skemmtilegt vefrit og gaman er að lesa hana. Hinsvegar er það sem Darían býr yfir prífat og persónulegt yfirráðasvæði Dagbjartar Hákonardóttur, stud. juris, sem kann ekki við að láta birta ummæli sem hér finnast í ritmiðlum óspurð. Leiksoppar klósettpappírsritanna eru vinsamlegast beðnir um að virða slíkt, sem og aðrir.

Arkífin



fimmtudagur, júní 26, 2003  

Dræræræræ...

Eiginmannalistinn hefur vakið töluverða athygli og ég verð að játa eitt. ÉG GLEYMDI CONAN O´BRIEN! Ömurleg ég! Það er karlkostur í lagi. Tall, red and handsome. Ójá.

En þetta var að sjálfsögðu meira gert í gríni en alvöru. Því allir vita að ég mun ekki giftast. Ég verð gömul og leiðinleg piparkerling með sex ketti og kryppu. Lífið á eftir að leika mig svo grátt, ég bara veit það! Nema ég náttúrulega gifti mig til Pakistan. Ég fékk nú bónorðið góða hér um daginn.. Ég hinsvegar hef ekkert til að blogga um. Þegar búið er að tala um alla sætu strákana og velta sér upp úr aburðum helgarinnar er fátt frásögum færandi. Þess vegna langar mig að lýsa dæmigerðum vinnudegi hjá stritandi stúlku eins og mér:


Dagsamstrið!


8:20 Þýska draslvekjaraklukkan byrjar að pípa en ég held áfram að sofa. Á þesasri klukku er enginn “Snooze” takki, heldur “Schlummer” takki!

8:41 10 mínútur í strætó og ég drattast fram úr. Borða aldrei morgunmat og allt veltur á heppninni hvort ég nái strætó.

8:59 Mæti í mína súperskemmtilegu vinnu á Bókasafni Kópavogs. Morgunspjall með kellingunum er fín byrjun á deginum. Þær eru svo hressar.. er hressileiki starfsmanna virðist rýrna með æskunni. Yngri starfskonur eru sumar hverjar afspyrnu óhressar. Nóg um það..... rallala..

9:15 Uppröðun hefst og er tvímælalaust leiðinlegasti hluti vinnunnar. Það þekkja allir sem nálægt bókasafni hafa komið. Þetta á sérstaklega við um barnabækur. Veit ekki afhverju.

10:00 Opnun. Inn streyma litlir morgunhressir krakkar og gamalt fólk sem er búið að bíða fyrir framan í kortér. Þetta er yfirleitt sama fólkið því það virðist ekki geta komið því í hausinn á sér að opnunartími sé á slaginu 10. (Þið ættuð að heyra í þeim á föstudögum þegar við opnum klukkan 11!)

11:51 Reyni að gera eitthvað af viti, eins og að lesa bók eða raða meira. Skemmtilegast er þó að svara í símann. ,,Bókasafn Kópavogs góðan daginn, Dagbjört..” með svolitlum Hagkaupsbrag.

12:30 Fer í mat og maula þurrt brauð og drekk gæðaespressó úr megakaffivélinni. Konurnar alltaf jafn-hressar. Dagblöðin lesin og rifist við framsókn. Þá kemur ein þeirra kvennanna úr bakaríinu með 2 tertur, snúða og kleinur og neyða mig til að borða þær. Garg! Ég flý niður.

14:51 Barnadeildin. Þar eru margar tegundir lánþega. Menn í felum að lesa hommaritið Gaytimes, ömmur að leigja vídjó eða fyrirmyndarbörn að lesa Elías, Nancy Drew eða Baldintátu. Eða það sem verst er, krakkaskari frá leikjanámskeiði HK. Litíl skrímsli sem halda að bók sé snýtupappír og hella eplasvala á Tinnabækur. Mér er skapi næst að banna þessu liði að koma með fleiri en 10 börn. Gellurnar sem sjá um þetta eru heldur ekki að passa krakkana; þær sitja og lesa Cosmo. Grrr...

16:12 Blessunarlega laus úr viðjum krakkafíflanna og komin í netsörf eða MSN spjall, ef ég er rólegheitum á fyrstu hæðinni. Enga blogspot síðu er hægt að skoða, en með HTML klækjum get ég bloggað og fylgst með heimsóknum minnar síðu. Síðan vel ég mér spólu, tek diska, plasta bækur og reyni að gera eitthvað af viti. Því bráðum er ég búin að vinna..

17:00 .. og þá labba ég heim, tek saman dótið og fer í Linduræktina. Sú íþróttaiðkun fer mér illa, þar sem ég hef verið antísportisti og matarhákur frá blautu barnsbeini. En guð er ekki góður og maður verður að hlaupa af sér slen.. og ýmislegt fleira. Hinsvegar er hægt að njóta íþróttaiðkunar ef sjónvarp er til staðar fyrir framan hlaupabrautir ýmis konar. Núna er ég t.d. aftur búin að ná söguþræði bestu sápuóperu í heimi – Neighbours. Steph og Flick eru ekki enn búnar að ná saman eftir brúðkaupsóhappið en þó eru blikur á lofti. Ekkert hefur heyrst frá ævintýrum Lou og Harold. Skyldu þeir vera dauðir? Hlátur, gleði og tár á Ramsay stræti er alveg til að koma manni í gott skap.

Í Linduræktinni rekst ég óþægilega oft á fyrrverandi skólafélaga mína úr Smáraskóla. Það fólk kæri ég mig ekkert sérstaklega um að hitta, enda eru þetta upp til hópa fábjánar sem ég vildi helst ekki þurfa að heilsa smeðjulega í teygjusalnum eða sturtunni. Þessir krakkar koma sem betur fer sjaldan á Bókasafnið, enda blessunarlega laus við bókvitið. Stelpurnar eru líka flestar mæður/óléttar og strákarnir komnir á Vog. ... já ég veit að ég er vond..

18:15 Kem heim og læt í þvottavélina. Mamma öskrar á mig og segir mér að taka til í herberginu mínu. Það geri ég að sjálfsögðu ekki.

19:00 Kvöldinu eyði ég á ýmsa vegu. Ég er t.d. á a) Kapfihúsi b) Fundi c) Hangssessjón d) í símanum e) kóræfingu f) kvöldvakt eða í heimsókn einhversstaðar, en...

23:30 ..alltaf endar þetta eins.. ég að horfa á DVD eða lesandi. Eða þá á netinu að blogga...

02:07 .. en bloggun á sér þó yfirleitt stað um þetta leyti, ég fer óeðlilega seint að sofa... Vesgú!


*Að lokum: Hver er eiginlega þessi Gorgeir Grænjaxl? Déskoti gaman að því að eiga sér leyndan aðdáanda. Nafnið bendir til að hann sé anaðhvort skáti eða stelpa...

Músík: Arinbjarnarson – Spilverk Þjóðanna
Lesefni: Almenn Lögfræði – Ármann Snævarr

|Dagga| 09:51


mánudagur, júní 23, 2003  

Eiginmannaóskalistinn 2003

Með tilkomu nýrrar síðu og að bjartri ferðahelgi lokinni er gott að setjast niður á rólegum vinnudegi og hripa niður nokkrar línur um nokkra fýsilega karlmenn. Fyrirmynd þessarar útlistunar sæki ég til Mararþaraborgarsjoppunnar góðu, en þar hanga listar um föngulega eiginmanna- og kvenna innan Kórs MH. Þess má geta að ekki kom nafn mitt fram á þeim lista, en FOKK ÞEM ANÍVEI!



Eftirtaldir piltar eru að mínu mati verðug mannsefni fyrir heimasætu eins og mig, sem brátt kemst á giftingaraldur. Listanum er ekki raðað eftir neinni sérstakri röð, því þessir menn bera allir sína kosti og mér líkar illa að þurfa að mismuna þeim e-rn hátt. Sumir eru mér þó eilítið hugleiknari en aðrir en ég nenni einfaldlega að gera þetta að einhverjum ,,Topp10” lista, enda eru tilnefningar ekki nema 7-8 talsins.



Loks skal geta þess að engir íslenskir karlmenn eiga sér sæti á listanum. Ástæður fyrir því eru augljósar, einhver dulúð verður að ríkja hér. Að ekki sé talað um hina og þessa útí bæ.. en RÆRÆRÆ.. hefst nú upptalningin! :



*Quentin Tarantino (með gleraugun)

Hver hefur ekki dáðst af þessum gaur í laumi? Maðurinn er bara of svalur. Enough said.

Kosturinn: Það myndi enginn þora að abbast upp á eiginkonu Quentin Tarantino! Eða hvað?

Gallinn: Innst inni finn ég fyrir óstyrk og hræðslu… og ókei.. hann getur verið ferlega asnalegur..



*Jason Schwartzman

Margir kannast eflaust við þennan mann úr stórmyndinni Rushmore, en eins og allir vita þá er vitorðsfólk Wes Anderson allt upp til hópa snillingar. Þessi er alveg ferlega mikill sjarmur, en að sjálfsögðu sætari með gleraugun sín.

Kosturinn:.. hann er kannski meira höstl en eiginmaður?

Gallinn: Fyrst hann er að deita Selmu Blair þá er það deginum ljósara að hann hefur leiðinlegan smekk fyrir kvenfólki.



* Luke og Owen Wilson

Ég hef þessa bræður saman, en kæri mig þó ekki um þá báða í einu. Líkt og Jason hérna fyrir ofan hafa þeir verið helstu samstarfsmenn Wes Anderson í gegnum árin og hljóta því minn gæðastimpil. Ef ég mætti velja á milli þeirra myndi ég eflaust velja Owen, þrátt fyrir að hann sé gefinn fyrir kommörsjalisma.

Kosturinn: Owen er snjall rithöfundur og Luke er virðulegur.

Gallinn: Börnin okkar fengju ljót nef!



*Woody Allen

Já, mér er alvara. Hann er mín týpa, en er kannski ekki mjög sniðugur þegar kemur að almennu siðferði í hjúskaparmálum. Ég myndi að sjálfsögðu ekki líta við honum í dag þar sem hann gæti verið langalangafi minn. Hann var samt ferlega góður á því í kringum Annie Hall. Sem er ein besta mynd í heimi.

Kosturinn: Hlátur og gleði 24/7.

Gallinn: Myndi ekki eignast börn með honum. Ónei.



*Tobey Maguire

Þegar ég sá Spider-man í fyrsta skipti varð ég að fara aftur. Ég varð ástfangin af Peter Parker. Tobey sjálfur er eflaust ferlega hress (reyndar besti vinur Leonardo Dicaprio sem er bara stórt barn) en ef hann er eitthvað í líkingu við hinn gáfulega Peter Parker með svörtu gleraugun ætla ég að giftast honum. Ég er ekkert að grínast með þetta!

Kosturinn: Mrs. Spiderman? Játs!

Gallinn: Hann er grænmetisæta. Uss…



*Colin Firth

Sú kona sem ekki hefur hrifist af hinum eina sanna Mr. Darcy er án efa lesbísk. Hann er holdgervingur sannrar karlmennsku og er herramaður dauðans. Muniði eftir skyrtuatriðinu? Jii…..

Kosturinn: Þarf eitthvað að nefna hann? Nei!

Gallinn: Ég þyrfti að vernda hann fyrir stöðugu áreiti breskra húsmæðra. Það yrði ábyggilega þreytandi til lengdar. Og svo brosir hann alveg fáránlega asnalega!



*Jamie Oliver

Hef fylgst með honum frá byrjun og hann er absolútlí gordjös. Hvernig hann þuklar deigið.. Jools er heppin kona. Ekkert jafnast á við mann sem hefur þvílíka þekkingu á jafn-vital hlutum og matseld. Svo hnyttinn og léttur í fasi – þetta er svona gaur sem er færi aldrei í fýlu.

Kosturinn: Við myndum alltaf halda skemmtilegustu matarboðin. Einnig ættum við alltaf heimatilbúið stöff eins og vanillusykur, aïoli og pesto inni í skáp.

Gallinn: Ég myndi komast í 70 kílóin eftir nokkurra vikna sambúð. Og hann myndi alltaf elska gott pancetta meira en mig.



Að lokum skal minna á að listi þessi er aðeins ætlaður til afþreyingar og yndisauka. Núverandi ástkonur og/eða eiginkonur áðurnefndra manna ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þær hrinda málaferlum af stað.

|Dagga| 17:05
 

Letiblogg

Ókei, ókei.. þetta er engin afsökun á bloggleysi en ég var í útilegu enn eina ferðina. Nú verður tekið örlítið hlé á utanbæjarflakki um helgar því ég ætla að vinna eins og mófó á BSK og þéna tilheyrandi skotsilfur fyrir Filippseyjar og skrall. En helgin var alveg unaðsleg og ég skemmti mér konunglega. Meðal samferðarfólks voru m.a. Sandra og Elskhuginn Siggi, Anna Pála, Anna Té og Andri, Vigga og nýi gaurinn hennar, SteinunnStínaHafdísNóiEgillogDagur. Ásamt hinum súperhressa danska skiptinema Jesper sem þurfti að kveðja okkur of snemma. Helvíti hress gaur, og danskan mín er orðin ferlega slöpp. Verð að gera eitthvað í þessu.
Við vorum sumsé mörg og í tjöldunum var þéttlegið að nóttu. Ég komst m.a. að því að Spegils bjór er ágætur en píkubjór (marglitaðir áfengisgosdrykkir) er alls ekki góð pæling. Ég hef ekki keypt mér þannig síðan á busaárinu en sló til í Ríkisbiðröðinni og keypti e-ð bláberjasull og kaktussull. Það slökkti á áfengismagni í blóði mér og gerði það að verkum að ég nennti ekki að verða full á laugardagskvöldinu. En ég skemmti mér yfirmáta vel, engu að síður.

Við urðum þó fyrir aðkasti frá tjaldstæðisgestum á föstudagskvöldinu. Hin geysiskemmtilega 55-blaðsíðna söngbók sem Siggi hafði útbúið vakti ekki mikla lukku hjá fúlu fjölskyldufólki í fellihýsum og þótti söngur okkar hvimleiður. Sem er fáránlegt, því þegar þaulmenntaðir FÍH-nemar og kórfólk kemur saman verður útkoman alls ekki slæm. Þvert á móti, hún verður stórglæsileg! Allir textar á hreinu og ég veit ekki hvað. En við fólkið við hliðina á okkur kunni ekki að meta tónlistarflutninginn, því auðséð er að fólk sem tekur púdelhundana sína með í útilegu og hefur þá í 10 cm hárri girðingu er ekki með öllum mjalla.

Texabamaa..
Annað var þó upp á bátnum hjá starfsfólki Brimborgar, sem var mætt í sína árlega útilegu í Laugalandið. Á Laugardagskvöldinu ætluðum við að svara nýtilbúnum reglum um háreysti eftir kl. 24:00 með fullri raust og hófum fjöldasönginn um níu. Þá kom til okkar alveg ferlega hress miðaldra kona að nafni Fríður og bað okkur um að halda uppi stuðinu hjá sínu fólki. Sem við gerðum með ánægju og tókum söngbækurnar með. Fríður var ógeeeðslega hress og gaf okkur bjór, byrjaði með Sigga og söng "Cotton Fields of Home" á eftirminnilegan hátt. Við héldum áfram fram á nótt.. og ég missti röddina ég söng svo hátt. Og ég hálsbrotnaði ekki neitt! Dugleg ég... Ég held m.a.s. að ég hafi plöggað góðum samningi á notuðum bíl!
Síðan var farið á stelputrúnó og vorum m.a. að telja upp stelpur sem okkur þættu álitlegar værum við strákar. Sá listi verður ekki talinn upp hér, en gagnkynhneigð mín er sko sannarlega staðfest því ég gat bara nefnt svona tvær-þrjár sem ég gæti haldið að væru skemmtilegar kærustur. Og Anna Té er enn og aftur beðin um að halda sig á mottunni! :)

En nú ætla ég að lúlla. Á morgun ætla ég að gerast stoltur eigandi líkamsræktarkorts Sporthússins í Kópavogi. Nú skal maður taka á í eitt skipti fyrir öll. Ég hef komist að því að það er skemmtilegra að hlaupa en að telja kaloríur. Og Kópavogsbær skal svo sannarlega fá að borga brúsann!

Eiginmannalistann ætla ég að leggja lokahönd á eftirmiðdagsvaktinni á morgun. Ó, bíðið bara spennt! Þessi listi er massíft verk.

Músík
*Gling-gló - Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar

|Dagga| 01:52