|
daria * blogg hégómans
|
|
föstudagur, júlí 25, 2003 Ohjjj.... Ég held að sú mynd sem prýðir baksíðu Morgunblaðsins í dag sé ein sú ógeðfelldasta ljósmynd af barni sem ég hef augum litið. Konurnar í vinnunni sáu ekkert athugavert við hana. Kannski er ég bara svona pervisin. Ég held allavega að þessi mynd ætti ekki að geymast í úrklippubók heimilisins. Sumarfríið mitt Ég tók mér sumarfrí í gær. Í einn dag; fæ þá víst ekki fleiri frídaga í sumar. Honum var þó varið vel, eða á Laugarvatni. Veðrið var kannski ekki svo gott en samt var helvíti gaman og gestgjafar ekki af verri endanum. Nánari upplýsingar um þessa ferð er hægt að nálgast í þjónustusíma Dags*Corp - 1 800 FLOWERS. OHHJJJ.... Nú var DV að koma í hús BóKó. Eru þau líka að fara yfir um? Má ég biðja um baksíðumynd sem tengist ekki líkamsvessum? Nú verður maður bara að reiða sig á Fréttablaðið. Mamma ætlar að hætta að kaupa Moggann og ég mun líklega ekki sjá eftir honum. Kallið mig bara ómenningarlega.. |Dagga| 12:25 þriðjudagur, júlí 22, 2003 Tenglastúss Var að henda inn nokkrum MH-ingum fyrir kurteisissakir. Held að ég haldi út umfangsmesta tenglasafni MH-inga á eftir Atla Viðari, en hann er nú með þartilgerða síðu. Skoða ekki helminginn af þessu. Ojæja.. Einnig hef ég ákveðið að linka á 3 vinnufélaga sem halda úti bloggi/heimasíðum. Síður þessar eru eins ólíkar og þær eru nú margar, en skemmtilegar þó. T.d. er Stella með ósköp hefðbundna (þó glæsilega) bloggsíðu sem er m.a. hýsill hins víðfræga Netþýðara. Sá þýðari hefur nú hjálpað mér mikið í gegnum tíðina og ég kann núna flestalla kóðana utanað. Vei. Eyvindur aftur á móti er ekki með blogg en er víst rithöfundur/tónlistarmaður. Hann er í hljómsveit sem heitir Misery Loves Company og verða þeir með tónleika á Central Café þann 25. júlí nk. (Þakkaðu mér fyrir plöggið seinna..) Loks kynni ég Ingu Þóru til leiks. Hún bloggar á útlensku. Og aðallega um Harry Potter..... Ég á við hræðilegt vandamál að stríða. Ég kann ekki að bjóða fólki ,,Gott Kvöld." Aðeins ,,Góðan Dag" eða ,,Daginn." Þetta er alveg ferlega halló þar sem ég á að heita atvinnukona í heilsun. Verð að fara að gera eitthvað í þessum málum. Kvöld eftir kvöld geri ég mig að athlægi á BóKó. Og ekki sosum í fyrsta sinn.... heh.. |Dagga| 20:41 mánudagur, júlí 21, 2003 Antísportistinn ég Ég hef tekið drastíska ákvörðun. Ég ætla að hætta í Linduræktinni. Ástæðan er einföld; ég hata íþróttir. Ferill minn í íþróttum er þó frekar langur. Ég hef æft allt milli himins og jarðar. Eins og t.d: *Fótbolta *Ballett *Samkvæmisdans *Sund *Fimleika ... og svo mætti lengi telja. Allt hefur þetta þó farið á einn veg. Ég hætti. Enn í dag hugsa ég til fótboltaæfinganna með hryllingi. Innan um stórar, brussulegar ofvirknisstelpur sem hafa markerað mína brothættu sál til æviloka, þurfti ég að hlaupa! Fótbolti drepur. Og ekki hjálpa æfingar eldsnemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Nasismi. Þeim sem til mín þekkja kemur sjálfsagt á óvart að ég hafi einhverntímann farið á eina einustu fótboltaæfingu. En mamma píndi mig, að sjálfsögðu. Sama gildir um fimleikana; þar var ég neydd til að fara í splitt með misþroska jafnöldru minni (sem mamma enn og aftur neyddi mig til að leika við) þrisvar í viku. Þjálfarinn sló okkur reglulega í tærnar með priki og ýtti mér næstum úr lið við spíkat-tilraunir. Hvað varðar sundiðkunina, þá var ég rekin úr hópnum. Ræðum það ekki meir. Ballettinn fílaði ég í tætlur. Kannski var ég hrifnari af bleiku tútúpilsunum en dansinum sjálfum (eins og glögglega mátti sjá á árangri) en það var alveg sama. Ég var ballerína dauðans og hefði getað orðið góð. Fjölskyldan fluttist nefnilega til Danmerkur og eyðilagði dansdraumana. Æj. Það er þó ein íþrótt sem ég get horft á, og það er golf. Ég hef fylgst vel með British Open síðan 1997 og er dyggur aðdáandi Justin Rose. Þið megið halda að ég sé geðveik, en þetta er þó skárra en helvítis Formúludraslið. ÞAÐ er geðveki. Og ekki íþrótt heldur. En aldrei aftur skal ég í Linduræktina. Frekar vil ég veslast upp í beinþynningu. |Dagga| 21:12 |