|
daria * blogg hégómans
|
|
föstudagur, ágúst 08, 2003 Daggan tekin í gegn! Vikan er stórmerkilegt rit. Þetta er sannarlega heisubiblía hverrar konu, því allt kvenfólk ætti að taka sér það til lesturs á degi hverjum. Ef ekki væri nema fyrir til tilvist Vikunnar myndi enginn vita hversu lengi þú þyrftir að hlaupa til þess að brenna einni karamellu (1,5 km) eða hvort æskilegt sé að vera í dragtarjakka við rifnar gallabuxur. Að ekki sé minnst á Lífsreynslusöguna. Að fyrirmynd Vikunnar ætla ég að birta viðtal við sjálfa mig. Vonandi birtir Vikan það.... YFIRHEYRSLAN Hvað ætlar þú að gera í haust? Haustið hefst á ævintýraferð Hamrahlíðarkórsins til Filippseyja sem stendur í um 10 daga. Að henni lokinni tekur lokaaárið í Menntaskólanum við Hamrahlíð og það leggst heldur betur vel í mig. Hvað gerir þú í frístundum? Eiginlega ekki neitt. Lestur og svefn eru mér hugleikin viðfangsefni. Jú, ég nöldra stundum með Ungum Jafnaðarmönnum og syng þess á milli sópran í Kórnum. Síðan er alltaf gaman að búa til góðan mat when ya´hangin´widda keedz. Hver er uppáhaldsbókin þín Öhm.. Þú átt gott, Einar Áskell eftir Gunnillu Bergström er ofarlega í huga. Að ógleymdum meistaraverkum á borð við Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger og How to be Good eftir Nick Hornby. Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? The Royal Tenenbaums og Rushmore eftir Wes Anderson eru must-see fyrir alla. Einnig stórmyndir á borð við Dr. Strangelove og Ghost World. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég er alger sökker fyrir öllu ítölsku. Best þætti mér að fá risotto eða Miðjarðarhafsostrur með góðu hvítvíni. Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt? Besta kaffið í bænum er án efa í Mararþaraborg. Það getur stundum verið óttalegt sull, en aldrei er kaffi jafn-kærkomið eins og á úldnum þriðjudagsmorgni eða á í tvöföldum íslenskutíma hjá Rósu Maggý. Hvert er uppáhaldssjónvarpsefnið þitt? Öhm... eiginlega horfi ég aldrei á sjónvarp lengur. Friends horfi ég á af skyldurækni. Reyni að missa ekki af fréttunum. Hvar kaupir þú helst föt? Ég er frekar lítil þannig að núorðið er ég orðinn fastagestur í Zöru, enda staðsetningin hentug. Annars blanda ég bara saman úr Spúútnik, TopShop og Centrum. Hvernig tónlist hlustar þú helst á? Hvurslags er þetta? Ef ég gæti svarað þessu í einni spurningu... Hm. Spilverkið, Bítlarnir og David Bowie. Eiginlega allt nema Hip Hop. Ég hlusta aldrei á Hip Hop eða þá Harðkjarna. Annars er tónlistarsmekkur minn óaðfinnanlegur. Hvernig myndir þú lýsa góðu laugardagskvöldi? Sama gamla klisjan: Geðveikur matur, smekklegar veigar við hönd og góður félagsskapur. Bið ekki um meira. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Svikult og illa alið upp fólk sem virðist vinalegt í fyrstu, að ekki sé minnst á fólk sem reynir að vera yfir mann hafið. Já, og Frjálshyggja. Ohhj. Sefurðu í náttfötum? Já, nema við sérstök tilefni. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Svo margt, svo margt. Síðasta helgi er ofarlega í huga.... Ég ætla ekki að deila með ykkur öllum plebbalegu atvikunum... Hvert er mesta prakkarastrikið sem þú hefur gert? Bjó til uppskrift að súkkulaðisultu (sem átti að vera kaka) þegar ég var 9 ára og geymdi drullumallið lengi ofaní skúffu. Reglulega gæddi ég mér á, þangað til að mamma..... Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Á árshátíð Smáraskóla ´98. Ég var í einhverskonar þröngum, þunnum síðkjól og á ballinu var mikið um Darklight-ljós. Það fór ekki framhjá nokkrum manni að ég var í hvítum nærbuxum. 13 ára hjarta mitt fórst næstum úr skömm. Ef þú mættir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndir þú fara og með hverjum? Til London að eyða peningum. Að sjálfsögðu myndi ég láta fólk sleikja mig upp þegar kæmi að vali á ferðafélaga. Stundar þú líkamsrækt að staðaldri? Eeeeeh.... Ég hata Linduræktina og ætla aldrei þangað aftur. En ég hjóla í vinnuna og það tekur á, þar sem Kópavogur er nú einusinni fjall. Annars er ég stolt af því að kallast antísportisti og átvagl. Skál. Ef þú mættir breyta einhverjum afmörkuðum þætti í þjóðfélaginu, hverju myndir þú vilja breyta? Sko. Vinstri stjórn. Samkynhneigðir myndu öðlast sjálfsögð mannréttindi. Herinn myndi fara. Ég myndi ráða í forsætisráðuneytinu (ekki þó í ráðherrastól... hehe nei...) Og síðast en ekki síst - Aðildarumsókn að Evrópusambandinu! Hvaða einstaklings lítur þú mest upp til? Mömmu og pabba. Jafnframt eru þau þeir aðilar sem gera mér oftast lífið leitt. Trúirðu á eitthvað? Já, framhaldslíf. Áttu þér eitthvað lífsmottó? Það sem drepur þig ekki, gerir þig sterkari. Já, svoleiðis er nú það. |Dagga| 12:42 fimmtudagur, ágúst 07, 2003 Kynþáttur dagsins er Negrinn. Eins og svo margir aðrir fór ég á keyrtafleytingu við Tjörnina í gær, þar sem Anna Pála Sverrisdóttir seldi kerti og písmerki. Ég keypti mér eitt appelsínugult og skipaði Hjalta að kaupa bleikt. Það var margt um mannin og hittum við asskoti mikið af fólki en enduðum á Café Victor og átum nachos með Viggu, Sindra, Önnu og Gunnari nokkrum. Ég vil síðan taka það fram að Café Victor er ekki nýja hengátpleisið. Bara stundum gott að möntsa þarna..... Ég fór líka í allsherjar bólusetningu fyrir Filippseyjar í gær og er því að drepast í báðum upphandleggjum. Ástandið er svo slæmt að ég get ekki legið á annarri hvorri hliðinni. Sársaukinn er þrúgandi, vægast sagt. Ohhj. Þessvegna er ég einmitt vakandi, þó klukkan sé ekki nema rúmlega 8 og háttatími var klukkan 2:30, eins og venjulega. Fyrir þá sem mig þekkja vita að þetta gerist aðeins ALDREI. Pæling: Afhverju krúnuraka strákar sig? Þetta er það allra ljótasta sem nokkur karlmaður getur gert við hausinn á sér. Og ykkur er EKKI heitt. Ef 5 cm smálubbi steikir á ykkur höfuðleðrið staðfestir það endanlega veikleika karlkynsins. Krúnurakstur er tótalí passé. |Dagga| 08:48 miðvikudagur, ágúst 06, 2003 Slen og innipúkaveiki á meðan sólin skín Einhvernveginn tekst mér alltaf að hanga inni á meðan sólríkt veður er. Kannski vegna þess að ég hef enga löngun til að fara í sund eða labbitúr með hundinn minn (sem er ekki til) og líka vegna þess að ég á ekki garð. Bara aumar svalir sem eru áskrifendur að roki og skugga. Fátt að gera þar annað en að lesa, horfa á gamla fólkið pútta fyrir neðan og borða graslaukinn. Ég vaknaði í morgun með þrjátíuogátta komma fimm og hringdi mig veika. Nú er ég "hress" og ætla út á svalir að lesa The Great Gatsby. Lífið er sannarlega ljúft þessa dagana................ |Dagga| 14:35 þriðjudagur, ágúst 05, 2003 Ferlega góð helgi Venjulega sniðgeng ég skýrslublogg og forðast eins og heitan eldinn að skrifa slík nema eitthvað yfirnáttúrulega áhugavert hafi á daga mína drifið. Það má nú segja að ég hafi upplifað merkilegustu helgi sumarsins og maður má til með að deila frásögninni með ykkur. Ég gerði allt; hélt partí, fór á djammið, á Innipúkann, í útilegu, í pikknikk, á útsölur, í göngutúr og í bíó. Og ekki var það amalegt: Föstudagurinn 1. ágúst Vinnudagurinn leið eins hægt og hann gat liðið. Hann tók þó senn enda og ég dreif mig heim í bað. Um kvöldið hélt ég stórmerkilega aksjónarípartíið (Jes, Æ got kvæt drönk) sem vonandi kætti allmarga gesti mína. Fórum síðan á Dillon (nósjitt) og hitti þar alla sem ég þekkti, að vanda. Ég hafði síðan lofað Völu að fara með henni að dansa, og varð úglenski skemmtistaðurinn Café Victor fyrir valinu. Við Hjalti Snær sýndum gríðarleg takta (hehe..) en flúðum dansgólfið eftir 4 lög og létum Völuna skutla okkur heim. Skrautlegt. Laugardagurinn 2. ágúst Eyddi deginum í að reyna að pakka fyrir útilegu og það gekk illa. Þar sem veðrið var afspyrnu gott þann daginn gat ég ekki ímyndað mér annað en hitinn ætti ekki eftir að fara undir 10 stigin og beilaði alveg á langermabolum og snjóbuxum. Uss.. Um kvöldið fórum við Hjalti á Innipúkann og það var upplifun, vægast sagt. Aftur á móti litum við fyrst inn til Sæmundar Ara Halldórssonar sem var hress. Við komum um 6 leytið þar sem hann var tiltölulega nývaknaður eftir ævintýri næturinnar. Það sem gerði hann skoplegan var bjórinn sem hann fékk sér í morgunmat. Þetta var þó hið besta partí, þótt ég hafi verið eina stelpan í húsinu. Fyrirfram stimpluð sem öfgafemínisti, þó voru pjöllubrandarar ekki svo áberandi. Liðið kíkti síðan með okkur á Innipúkann. Ekki einungis voru Hnakkar ýmis konar hvergi sjáanlegir, heldur stemningin rífandi skemmtileg. Við sáum þó ekki mikið af flytjendum (eiginlega bara Botnleðju og Dr. Gunna) því við þurftum að fara um 1:30 leytið heim að sofa sökum útilegubrjálæðis sem átti sér stað daginn eftir.... Sunnudagurinn 3. ágúst Klukkan 7:30 á sunnudagsmorgni gerðust þau Dagbjört Hákonardóttir og Hjalti Snær Ægisson sek um miklar hetjudáðir er þau vöknuðu fílhress í og tóku rútu frá BSÍ. Ferðinni var heitið á Skóga að hitta Önnu Pálu, Söndru & Elskhugann, Steinunni, Ingu, Sindra o.m.fl. Rútuferðin var fremur mellow og við laus við alla þynnku en ögn þreytt. Það lagaðist þó strax þegar við mættum á partísvæðið. Fórum m.a. í Seljalandslaug og böðuðum okkur í grænni leðju; það var einkar ánægjulegt. Grilluðum Ömmupítsu í kvöldmat (mjög brennd en góð, engu að síður!) og fórum í útileiki. Síðan fékk ég vott af hita og gekk um í óráði. Þar spilaði inn í léleg útsjónarsemin í pakkningum þar sem hlífðarfatnaður var af skornum skammti. M.a. lamdi ég Hjalta í svefni vegna þess að mér fannst hann skjálfa of mikið í ísköldu tjaldinu... Mánudagurinn 4. ágúst Eftir ískalda nótt og óráðinu loknu pökkuðum við (eiginlega bara Hjalti) saman tjaldi og héldum heim á leið með næstu rútu. Ekki vildi betur til en svo en að það sprakk dekk undan rútunni undir Ingólfsfjalli. Þá héldum við subbulegasta pikknikk ever og smurðum brauðsneiðar með puttunum. Útlendingum var ekki um sel. Enduðum síðan helgarpakkann á því að kíkja í bíó og varð stórmyndin Hölk fyrir valinu. Við gengum út í hléi. Þetta var óáhugaverðasta upplifun innan veggja kvikmyndahúsa fyrr og síðar. Og ég ætla að sama skapi að vera ósammála þessum gaur. Já, þá held ég að skýrslu helgarinnar sé búið að festa í netheimana. Að lokum vil ég þó þakka eftirtöldum: *Hjónunum fyrir skutlin góðu *Húsbílaparinu góða fyrir flísteppið - það bjargaði mér frá dauðanum *Rúminu mínu.. zzzzzzz Ég þarf að sofa núna. Ég þakka þeim sem eyddu helginni með mér... því þetta var tvímælalaust besta helgi ársins.. :) |Dagga| 02:51 |