daria * blogg hégómans
|
laugardagur, ágúst 23, 2003 Fyrsti skóladagurinn... Ég fann ekki fyrir gleðistemningunni í gær þegar ég labbaði inn í MH. Þessir 300 nýju busar voru eiginlega hvergi sjáanlegir (jú kannski svona einn og einn...) og lúðalegir semi-busar hafa yfirtekið borðið við hliðina á okkur. Aftur. Meika ekki að sitja þarna.. fer bara yfir í Norðurkjallara með krádið. Fór síðan í ENS503 til Evu Hallvarðs sem tók upp á því að setja okkur fyrir. HVAÐ ÁTTI ÞAÐ AÐ ÞÝÐA? Djö. Nú sit ég því sveitt yfir The Great Gatsby. En það er ekkert sérlega leiðinlegt að læra heima hafi maður tamið sér rétt hugarfar. Ég er ekki týpan sem nennir að vinna frá 9-17 alla daga. Gera sömu hlutina aftur og aftur. Í 15 ár ... eða þá 30 ef út í það er farið. Nei krakkar mínir. Ég ætla að vera í skóla þangað til ég dey. Jahá... taka 3 mastera, 2 doktorsgráður og meirapróf. Síðað þegar því er lokið verður LÍN-blaðran svo uppblásin að ég mun ekki hafa efni á því að fara út á vinnumarkaðinn. Skóli er ágætur. Mig bara langar ekki til að vera í menntaskóla lengur. Því miður. |Dagga| 18:37 fimmtudagur, ágúst 21, 2003 Hvað er í veskinu mínu? *Fimmhundruðkróna peningaseðill (Einn Jón) *Debetkortið mitt frá Íslandsbanka *Skiptimiði Strætó BS. Rann út 13. ágúst klukkan 15:30 *Subway kort. 4 miðum safnað *Debetkort Ungra Jafnaðarmanna frá Landsbankanum *Yasmin-spjald sem er alveg að klárast (ohj) *Appelsínugulir eyrnalokkar *Hárspenna *625 krónur í klinki *Appelsínugult geislasverð. |Dagga| 11:54 miðvikudagur, ágúst 20, 2003 Helvítis andskotans djöfulsins... Ég þarf að borga 3300 krónur í sjúkrabílakostnað. ANDSKOTANS BORGARNES!! OG! Þegar ég loggaði mig inn á MSN-ið áðan var mér tilkynnt um 24 nýja tölvupósta. Jibbí. Hinsvegar kom á daginn að 23 þeirra voru vírusaruslpóstar frá einhverri Wendy. DJÖ. Mikið hlakka ég aftur á móti til þess að eignast IMB farölvuna sem mér mun hlotnast í september. Mun hún vera af IBM ThinkPad gerðinni. Það rúlar bigtæm. OG AÐ LOKUM ...verð ég að segja að Manhattan er ferlega góð. Bigöpp. |Dagga| 13:05 þriðjudagur, ágúst 19, 2003 sÍÐaStI DaGURinN!!!! Á morgun hefst eiginlegt sumarfrí hjá mér. Það skyldi þó eflaust margan undra, þar sem ég mun koma til með að eyða því að örlitlu leyti innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð. En ég mun losna frá Bókasafni Kópavogs um níuleytið í kvöld. Fríinu verður fagnað í faðmi ástvinar fyrir framan DVD. Það gerist ekki betra. Senn líður því að Filippseyjaferð minni, og held ég af landi brott þann 29. ágúst. Fyrst verður stoppað í London þar sem ég ætla að eiga snilldardag á Oxford street ásamt Söndrunni. (ÉG ætla að fara af Heathrow.... 9 tíma transit? Ærónþínksó!!) Um kvöldið held ég á brott til Kuala Lumpur þar sem gist verður eina nótt á lúxushóteli. Síðan tekur við önnur flugferð til Manila og þá byrjar fjörið. Víhííí. Ég er nú samt pínu smeyk við helvítis malaríuna. Með minni heppni er ég líkleg til að fá alla helvítis sjúkdóma sem herja á austurlöndum fjær. Líkleg blaðafyrirsögn í Manila Times snemma í september: "New SARS wave - Tourist infected" Ég þori að veðja fimmtíukalli... |Dagga| 14:14 mánudagur, ágúst 18, 2003 Í gær festist stelpa inni á kvennaklósetti BSK. Sem betur fer gat vinkona hennar tilkynnt okkur um óhappið, þannig að stelpugreyið þurfti ekki að eyða nóttinni á klósettinu. Við hefðum pottþétt ekki tekið eftir henni, og þjófavarnakerfið er e.t.v. ekki virkt inni á klói. En eftir að við hringdum á lásasmið komst hún út. Þess má hins vegar geta að lífsreynsla stelpunnar er náskyld mínum hræðilegustu martröðum. Þær eru: *að missa hárþurrkuna ofaní baðkarið *að lenda í eldgosi *að lenda í baggavél *að verða étin lifandi ...og síðast ekki síst.... að vera GRAFIN lifandi. Þá vona ég bara að ég verði fryst í ellinni. Síðan myndi ég lifa góðu lífi í formalínkrukku. Úje. Menningarnótt? Alveg ágæt. Flugeldasýningin var voðalega ljúf upplifun (æ þegiði) og miklum tíma eytt á Dillon, eins og alltaf. Einn af hápunktum kvöldsins var þó þegar ég hlaut ávísun upp á nafnbótina "BEST" frá Kára Tulinius. Þess má einnig geta að Hjalti hlaut sams konar ávísun, en á henni var letrað "BESTR". Jeessss! |Dagga| 14:14 |