daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, september 10, 2003 Hjalti farinn... ég er komin heim aftur Nú er bara ein spurning: Ætti ég að sleppa ferðasögunni og vinda mér beint í daglegt mas og small-talk? Atkvæði greiðast undir nafni í kommendakerfi! |Dagga| 18:40 mánudagur, september 08, 2003 Það er gott að elska þegar maður þarf að bremsa Hæ hó, dillidó. Æ, æ, hann Dilli dó. Það var nú leiðinlegt. Vonandi hittir hann fyrir fornvin sinn, Lott, en Lott dó ekki alls fyrir löngu (raunar deyr hann tvisvar í viku). Ég er tunglsjúkur. Á kvöldum eins og þessum vildi ég óska að ég ætti Canon 50 myndavél. Þá mundi ég fara út og taka myndir af húsum og trjám með tunglið í baksýn. En ég á ekki einu sinni einnota Kodak-vél. Gáta: Hvernig fær maður 200 manns til að sitja dolfallna og hlusta á upplestur fjögurra rithöfunda sem þeir hafa aldrei lesið og varla heyrt um? Svar: Með því að láta Haruki Murakami vera fimmta lesarann. Pilturinn sem afgreiddi mig í 10-11 í dag talaði við mig eins og ég hefði verið með óútfyllta ávísun frá Ríkissjóði í vasanum sem væri stíluð á hann og mér hefði verið í sjálfsvald sett hvaða upphæð ætti að skrifa á ávísunina, allt eftir því hversu kurteis hann væri. Kurteisi þessi hafði þó þau áhrif að hann þurfti að hlaupa á milli kassa til að tryggja að ég fengi nákvæmlega rétt til baka. Missti ég þar af leiðandi af strætisvagni. Mikil sorg. En jæja. Á morgun kemur dagga heim og þar með er skrifum vorum hér á síðu þessari lokið. Ég þakka þeim sem fylgdust með (ef einhverjir voru) og vonast til að sjá ykkur öll síðar. dagga bloggar kannski á morgun, verði hún ekki önduð af þreytu eftir þrjátíu og eitthvað tíma langt flug. Og að lokum segi ég bara: en ég hef sigrað mitt súrbláa ég það situr uppá staur og varðar veg því þeim opnast flest sundin sem í báða skó er bundinn og birtuna úr djúpunum ég dreg |Dagga| 23:37 sunnudagur, september 07, 2003 Áfram haltu, aungu skaltu þyrma Ég var að koma af bókmenntaupplestri í Iðnó. Kynnir kvöldsins var Halldór Guðmundsson. Kynnir annað kvöld verður Hannes Hólmsteinn. Haha voða sniðugt. Annars hitti ég Marvin þar, sem hafði verið í Norræna húsinu við setningu hátíðarinnar. Tomma Olræt ku þar hafa orðið tíðrætt um Halldór Laxness. Stundum skil ég fólk sem talar um ofdýrkun á Laxness. En bara stundum. Ætli Björk sé Smekkleysu jafnmikilvæg og Harry Potter er bókmenntamafíunni? Líklega. Nokkrar spurningar sem vakna um tengla: 1. Af hverju kallar þessi gaur döggu rýting? 2. Af hverju er þessi gaur kallaður Atli Bolla? Já ókei fatta það núna. 3. Af hverju fær þessi gaur að vera kallaður snillingur? Og hvar er síðan hans? 4. Hvar lærði þessi gaur að hanna heimasíður? 5. Af hverju fær þessi gaur engan tengil? 6. Af hverju er Vala hætt að blogga? 7. Skyldu kínverska mafían og bókmenntamafían deila yfirráðasvæðum? 8. Af hverju beikon? 9. Hvaða kjáni er nú þetta? 10. Keypti einhver DVD-ið hans Erlings? Góðar stundir. Nú ætla ég að láta regndropana svæfa mig. |Dagga| 23:32 |