daria * blogg hégómans
|
föstudagur, september 19, 2003 Ég er andskotans aumingjabloggari Ég kenni netlausri tölvunni um. Og Hjalta, enda hefur hann dregið andleysið fram í sólarljósið, vegna þess að hann er einfaldlega miklu betri bloggari en ég. Darian verður aldrei söm. Ég kenni ferskleika hans um.. en það er engin afsökun, ég veit ég veit. Af iðjuleysingjum Skólinn er að taka á sig venjulega mynd og letilíf sumarsins víðsfjarri. Það er eiginlega bara gott. Ég fíla mig miklu betur þegar ég hef nóg fyrir stafni og þá sérstaklega á haustin. Sumarfríið er ágætt en það drukknar eiginlega bara í vinnu. Haustin eru nefnilega uppfull af lífi og breytingum í lífi ódællar skólastúlku. Til dæmis var mikið um dýrðir við skrifstofudyr Hamrahlíðarskóla fyrir rétt tæplega stundarfjórðungi. Þar hékk fróðlegur listi sem á voru rituð nöfn þeirra sem stóðust inntökupróf Kórs MH. M.a. komust inn Erlingur Óttar Thoroddsen í Tenórinn og Anna Finnbogadóttir í Sópranamafíuna og óska ég þeim innilega til hammó með þennan merka árangur. Inntökupróf þessi eru ekkert grín. Af kórstarfi er það annars að frétta að undirrituð mun neyðast til að spila þverflautupartinn í Snert hörpu mína himinborna dís í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Það er ekki töff, sérstaklega í ljósi þess að ég er ennþá með taugaskaðann í litla fingri (blessuð strætóhurðin) og einnig vegna yfirgengilegrar vanrækslu á þverflautunni sjálfri. Ég býst við að ég sé ekkert sérlega mikill músíkant eftir allt saman. MYNDIRMYNDIRMYNDIR Minni síðan mannskapinn á myndirnar frá Filippseyjum sem koma inn á morgun eða hinn. Sinn. Minn. haha. |Dagga| 13:15 miðvikudagur, september 17, 2003 Nýja tryllitækið mitt.... Ég var kannski ekki búin að segja ykkur frá nýju tölvunni minni. Hún lítur svona út. Ég elska hana ofurheitt og get vart án hennar verið. Hún getur spilað DVD, skrifað diska, blastað á við bestu græjur og auðvelt er að koma henni ofan í sérstakan bakpoka þannig að ég ferðast með hana út um allan bæ. Þyrfti þó helst að gera svona eina eða tvær bakæfingar. Ég er semsagt í gúddí hvað tölvumál varðar. Takk pabbi minn. (Þið vitið að ég mun kýla einhvern heyri ég orðið Pabbastelpa frá öfundssjúkum...) En hvers virði er tölva þegar hún getur ekki nettengst? Það er nefnilega spurning. Í marga daga hef ég mætt með tölvuna í skólann (15 mínútna strætóferð með þetta á bakinu...úff...). Í augnablikinu gagnasthún mér lítið sem ekkert, nema kannski til að drýgja tímann í Pinball í miður skemmtilegum efnafræðitímum. Þegar á heildina er litið er kostagripurinn mikli í raun fátt annað en dýr ritvél. (Þó ekki, því ég get ekki registerað Office-pakkann netlaus og þ.a.l. get ég lítið skrifað.) Og á ég þó netkortið. Keypt var eitthvað kort að nafni LINKSYS sem ku vera drasl. Kerfisstjóri hefur reynt af öllum mætti en allt virðist ganga á afturfótunum. Því spyr ég: Vill einhver koma með mér í Pennann á næstu dögum; ekki væri verra að hafa með sér eins og eitt kúbein. Hvað segiði? |Dagga| 08:46 þriðjudagur, september 16, 2003 Greinardagur Jæja, nú er loksins komið að því. Ég á grein á Pólitík. Hvílík endemis gleði. Annars er annríki mitt farið að nálgast hættulegt stig. Mig langar í snúrurnar mínar til að geta sett myndirnar frá F. inn. Mig langar til að það sé til mjólk heima. Afhverju er ekki netkortið mitt að virka? Ó ég er svo skemmtileg..... |Dagga| 10:36 sunnudagur, september 14, 2003 Ætli maður andskotist ekki til þess að blogga, fjandinn hafi það Ég hef hinsvegar afráðið að skrifa ekki ferðasöguna. Hana má hinsvegar nálgast í góðri dagbók sem ég hélt úti, og geymist í herberginu mínu. Nokkrir kórfélagar hafa rætt ferðina á sínum bloggum og ég sé enga ástæðu til að afgreiða Filippseyjar í einni færslu. Miklu frekar vil ég minnast á ferðina í annari hverri málsgrein næstu mánuðina; það verður ferlega nett. Annars er ég að blogga í hreinasta óleyfi. Ég á að vera að gera fyrirlestur um Ísrael en ég nenni því bara alls ekki. Mun mér takast að klára hann á 4 tímum? ...ég leyfi sjálfri mér að efast um það, hverfi ég ekki héðan af braut PRONTO! |Dagga| 16:36 |