daria * blogg hégómans
|
föstudagur, október 03, 2003 Landsþing Ungra Jafnaðarmanna.... ...verður sett klukkan 17:00 á Hressó í Austurstræti. Undirrituð er sjálfkjörin í gjaldkerann, en formannslagur er gífurlega spennandi. Margrét Gauja Magnúsdóttir á móti Andrési Jónssyni, formanni UJR. Ég held varla vatni. Og Coutney Love bara dottin í það á ný? Usss.... Djöfull er ég samt ótrúlega sátt við nafngiftina á frumburði Dr.Gunna. Skyldi hann verða kallaður Daggi? Ég vona það svo sannarlega! |Dagga| 12:44 fimmtudagur, október 02, 2003 Íhíhí. En findið. Þessir krakkar eru ferlega hressir. Þau halda að ég sé í bókmenntafræði við HÍ. bara ef svo væri. Greyin vita ekki að ég er auðvirðilegt smábarn í menntaskóla. En hann Hjalti minn nemur þó merkustu fræðigrein í heimi við stofnunina miklu. Þau hafa haldið að hann væri eigandi þessa vefseturs. Huh. Þetta þýðir bara eitt. Hann verður að byrja að blogga... og það straggs. |Dagga| 00:15 þriðjudagur, september 30, 2003 Mu mumumu.... Mig langar svo til að koma Filippseyjamyndunum inn. Ég var að skoða þessa síðu hérna og ég fyllist ótrúlegri sorg. Hví leikur tilveran mig svo grátt að ég fæ ekki að deila hégómlegu myndasafni mínu með alheiminum? Ýkt spæló. Svo er tölvan mín dottin út. Aftur. Ég er líka komin með einhverskonar rauðbleikt hár. Ohj. Hárskol heimafyrir hafa runnið sín skeið á enda. Að lokum vil ég taka fram að ég hef aldreialdreialdrei verið svo önnum kafin á ævinni (og nú ýki ég eigi) en það sosum engin afsökun fyrir bloggleti. Fokkit... ég ætla ekki rassgat að biðja ykkur vanþakklátu fíflin afsökunar. Fokksjittnei. .....eða jú. Fyrirgefið mér. |Dagga| 15:26 |