daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, október 12, 2003 Dagurinn í gær var massaður.... ...þó ég hafi alls ekki horft á leikinn. Pö nei. Hjalti varð nefnilega 22 ára í gær og þá lá beint við að gera eitthvað skemmtilegt. Ég byrjaði á því að gefa honum afmælisgjöf sem samanstóð af tveimur bókum - þessari og þessari. Síðari bókin er skyldueign fyrir allar guðlegar verur! Um hádegisbil lögðum við af stað í fjallgöngu dauðans. Keyrt var í botn Hvalfjarðar þar sem við gengum nálægt Hvalfelli, en það viðraði ekki of vel til súperfjallgöngu þannig að við létum okkur nægja að ganga upp með Botnsá þar sem Glymur fellur. Gaman að sjá hæsta foss landsins í nærmynd og haustlitirnir eru æðislegir. Svo er líka gott að fá sér heitt kakó og snúð í óbyggðum. Um kvöldið var farið á magnaða tónleika á Kúltúre með hetjugítarleikaranum Sigga og hljómsveit hans. Þar gat maður smellt kossi á kinnar vinkvennanna Söndru og Viggu. Og mikið lifandis ósköp er gott að eyða sunnudegi í þynnku og volæði... |Dagga| 16:52 föstudagur, október 10, 2003 Nú held ég sko með Íslandi, maður! Ég var á Baggalútnum og sá náttúrulega tónlistarmyndbandið Áfram Ísland. Argasta snilld. Nú kraumar í mér þjóðremban og ég ætla að m.a.s. að hugsa mig tvisvar um áður en ég sleppi því að horfa á leikinn á morgun. Bræður mínir Ég á tvíburabræður sem urðu sex ára í gær. Við systurnar skruppum í heimsókn í gær með pakka og snæddum kvöldverð hjá móður þeirra. Við gáfum þeim Lego sem átti víst að hæfa aldurshópnum 6-99 ára. Þeir urðu ferlega glaðir og byrjuðu strax að byggja. Ég bjóst við því að þeir myndu varla geta komið saman einum bíl, en annað kom á daginn. Þeir hentu saman einum kranabíl skv. uppskrift eins og hendi væri veifað og fannst ekki mikið til byggingahæfileika minna koma. Sama gilti um Ikea-stólana sem faðir okkar hafði gefið þeim fyrr um daginn. Ekki tókst honum að setja þá saman, heldur voru það þeir Hlöðver og Magnús sem sáu um það. Sex ára... geta varla farið einir í karlaklefann. Þess má geta að ég var ekki svona klár. |Dagga| 12:01 þriðjudagur, október 07, 2003 MyndirMyndirMyndir! Ekki þó frá mér, ónei. Ég kann ekki að láta þær á netið Inter. Margir hafa boðið mér hjálparhönd en ég einhvernveginn hef beilað á að nýta mér þær. Getur einhver bent mér á myndasíður? (aðrar en Yahoo!) Sl. föstudagskvöld rakst ég hinsvegar á Filippseyjafarann Olgu sem sat á tröppum Laugavegs með flatan bjór í flösku og í ferlega góðum fílíng. Hún fylgdi mér á Oratorsdjammið á stuðbúllunni Felix og sagði mér frá myndunum sínum sem eru á fimmta hundrað! Geri aðrir betur. Hérna eru þær. Hún á alveg ferlega bleika síðu og ég heimta link!! Hinsvegar fannst mér mitt framlag til myndaraðarinnar "Hot Sexy Mama" svona líka hressilegt. Það er hér. Dæmið sjálf, ég var allavega ekki á nærunum eða með geirvörtusýningar eins og sumir. |Dagga| 14:29 mánudagur, október 06, 2003 Óver mæ ded bodý..... ... að ég nenni að læra tölfræði í dag. Þó þykir mér leitt að valda Rögnu Briem vonbrigðum. Vonandi erfir hún það ekki við mig. Annars er það af mér að frétta að í þriðja skiptið á einni viku hef ég stillt vekjaraklukkuna á þann tíma sem ég hef átt að mæta í tíma. Ég átti t.a.m. að mæta í Jóga hjá Olgu klukkan 10 í morgun en þá var ég einmitt að nudda stírurnar úr augunum. Að sjálfsögðu hélt ég áfram að sofa þegar ég komst að því að ég væri búin að missa af tímanum. Sem varð náttúrulega til þess að ég missti af tíma númer tvö. En ég fór nú í skólann þrátt fyrir að hafa ekkert í hann að gera enda búin með alla tíma. Fannst ykkur þetta ekki óskaplega skemmtileg saga? Vei. Af öðrum málum... Landsmótið heppnaðist alveg ágætlega. Þáttaka í kosningunum var með mesta móti og tóku á fimmta hundrað þátt. Aðsókn á landsmótið sjálft var heldur dræm. Andrés Jóns var kjörinn í formanninn og allt í gúddí með það. Sjálf er ég ennþá gjaldkeri. Helgin var samt róleg eftir allt saman. Lærði ekki neitt og glápti bara á vídjó með kæró og borðaði ís. Gæti maður beðið um meira? |Dagga| 15:45 |