daria * blogg hégómans
|
laugardagur, nóvember 01, 2003 Arg, nú beit ég í tunguna Ekki ýkja skemmtilegt það. Mjög sárt. Mikið er ég samt fegin því að það sé ekki Hrekkjavökuþema í kórpartíinu. Einnig gleðst ég yfir því að ég bý í landi þar sem maður má fara í eins langar sturtur og manni sýnist. Gleðilegast þykir mér þó að tilnefna Verstu Bloggara Októbermánaðar. Verðlaunin hljóta Erlingur Óttar Thoroddsen og Baldvin Kári Sveinbjörnsson. Huuundleiðinleg blogg, bæði tvö. Hver les kvikmyndagagnrýni einhverra smástráka á netinu? Ekki ég, þó þeir séu vinir mínir. Spurning um að henda þeim úr Efsta Dálki. |Dagga| 01:04 föstudagur, október 31, 2003 Gott þetta!! Þetta þykir mér sniðugt. Annars veit ég ekki aaaalveg hvort ég geti farið landsþing um helgina. Ástæður fyrir því eru m.a. þessar: *Ég þarf að leika í stuttmynd. Ég þarf. *Ef ekki væri stuttmyndagerð til staðar þá myndi ég vinna alla helgina vegna þess að ég er fátæk *Ef ég fengi ekki vakt myndi ég byrja að læra fyrir prófin og klára tilfallandi verkefni sem hrannast upp. Veitir ekki af. *En lærdómsgyðjan er í vetrarfríi um þessar mundir, og myndi ég þá sennilega bara skúra sameignina fyrir mömmu. Maður verður nefnilega að vera góð(ur) við mömmu sína. Hinsvegar get ég sagt ykkur það að ég dirfist varla að mæta. E.t.v. má segja að ég sjálf sé jafnslæm ÖS þegar kemur að hvassyrtum ummælum margskonar og óviðeigandi greinaskrifum. Já, ég viðurkenni að ég átti kannski ekki að fara með skoðanir mínar á vefinn. Þegar vitnað er í mann í Staksteinum Morgunblaðsins hlýtur eitthvað að vera að. Annars finnst mér persónulega ekkert að þessari grein minni fyrir utan kannski óviðeigandi ummæli um háttvirtan formanninn. Þau voru bara skrifuð í hita leiksins, þótt mörgum þyki það ekki vera góð afsökun. Ég fer samt ekkert ofan af því að ég meinti (næstum) hvert orð og eftirsjá er ekki ýkja mikil. Ég blæs á öll ummæli um slæma tímasetningu vegna komandi landsfundar því allir verða að geta tekið harðyrtri gagnrýni, hvort sem það er ég eða Össur Skarphéðinsson. |Dagga| 11:58 miðvikudagur, október 29, 2003 Ég á að erfa landið... Ég er ein(n) þeim sem eiga að erfa landið ef eitthvað verður eftir handa mér þú þarft svosem ekki að verða hissa ef ekkert verði heldur handa þér Eða ertu ánægður með það? Þjóðfélagið gerir okkur vitlaus svo eigum við bara að vera þæg og góð og ef við gerum ekki eins og hinir þá erum við annaðhvort skrýtin eða óð Eða ertu ánægður með það? úhúhúúú.... hei Hverju eigum við eiginlega að trúa við heyrum svo margt, bæði hvítt og svart hvern fjandann á ég eiginlega að gera dansa með, eða fara í hart Eða ertu ánægður með það? Svona er að vera með Spilverkslög á heilanum. Einbjörn kallinn... hann rúlar sannarlega. |Dagga| 13:06 þriðjudagur, október 28, 2003 Grein á tíkinni póli. Ekki þó Tíkinni.is - Óneee. Bara á Pólitík.is og greinin illgjörn. Ég minni enn og aftur á aðdáendaklúbb Ingibjargar Sólrúnar! Á þessum tímapunkti er ég ein í honum, en ég ætti að geta safnað svona 50 í viðbót um helgina. Jájá. Fleiri kæmu e.t.v. í hið ofur-illbeitta félag sem kennir sig við skammstöfunina VÞEÖS! ...getið í eyðurnar.... E.S. Sandra! Ég var að fá ömurlega hugmynd að nýrri þemaviku! |Dagga| 01:08 sunnudagur, október 26, 2003 Vill einhver selja/gefa mér meðalstórt tvíbreitt rúm? Það má helst ekki vera búið að æla mjög mikið í það.... Tilboð sendist í pósti á dagga_h@hotmail.com eða bara í 6958414. Dagg. |Dagga| 23:18 |