daria * blogg hégómans
|
föstudagur, nóvember 21, 2003 Herra Ísland og Bachelor Ég hef ekki horft á sjónvarp í margar vikur. Ástæður fyrir því eru nokkrar en ætli það sé ekki bara yfirgengilegur dugnaður sem hefur orðið til þess. Not. En svona í virkeligheden hef ég ekki fylgst reglulega með neinum þætti í margar vikur og mér líður ekki par illa. Svona næstum. Ég hef nefnilega fylgst með The Bachelor í smátíma. Horfi reyndar bara á endursýningar á sunnudögum en það er alveg sama. Ég er húkt. Versta sjónvarpsefni allra tíma (fyrir utan Á milli himins og jarðar með Steinolíu) hefur kallað á mig í nokkrar vikur og ég held að það verði ekki aftur snúið. Í gærmorgun fór móðir mín í heimsókn til London á besta tíma í heimi. Ef ég væri hryðjuverkamaður myndi ég sannarlega nota tækifærið og dúndra einni sprengju á Bush&Blair. Allavega, þá var maður einn um sjónvarpstækið og þá gat ég bæði horft á Bachelor og Herra Ísland í einu. Ákveðinn aðili sem var við lestur inni í herbergi var skiljanlega fyrir vonbrigðum með hegðan mína enda er sjónvarpsáhorf af þessu tagi ekki til fyrirmyndar. En það fór sem fór, Andrew Firestone valdi XXXX sem á eftir að hirða hjólbarðaauðinn af honum, nema hann hafi e.t.v. gert kaupmála. Kannski er það skylda? Gunnlaugsbróðir vann Herra Ísland og asnalegri keppni hefur ekki litið dagsljóðið í langan tíma. Þetta er ekki karlmannlegt í fimm mínútur, enda aukatitlar á borð við "Oroblu-herrann" ekki til að hrópa húrra fyrir. Svo var Nói-Siríus að gefa nammi og ég veit ekki hvað og hvað. Gripasýningar og ekkert annað. Ég fæ velgju. Síðan voru þetta bara litlir stráklingar í Next-smóking með sixpack og gel í hárinu. Ekkert sérlega sjarmerandi... á einn betri... |Dagga| 15:34 miðvikudagur, nóvember 19, 2003 Um neglur og nag Ég er ein af þeim sem er krónískur nagari. Verst er ég um það leyti sem ég les mikið og stress er í hámarki, eins og t.d. um þessar mundir. Ekki aðeins fer þetta alveg ferlega illa með tennurnar, þá líður mér sjaldan eins illa og þegar ég er með flagnaðar, ljótar og ójafnar neglur. Einusinni hætti ég að naga. Skömmu fyrir fermingu ákvað ég að hætta öllu kjaftæði og lét neglurnar í friði. Að mestu leyti. Þumalputti og litlifingur sluppu ekki undan nagi og því var ég með langar neglur á þremur puttum við fermingu; vísifingri, löngutöng og baugfingri. Til að toppa herlegheitin smellti ég bláu naglalakki plús gullglimmeri ofaná. Alveg í stíl við Monicu Lewinsky kjólinn minn, sem var dökkblár flaueliskjóll. Síðar um sumarið duttu öll höft niður fyrir sig og ég byrjaði aftur að naga. Og hef ekki hætt síðan. Hvað gera bændur nú? Ekki langar mig til að halda helvítis naginu áfram...... |Dagga| 13:37 þriðjudagur, nóvember 18, 2003 Grein grein grein greeeein Ég á grein á pólitíkinni í dag. Umfjöllunarefnið er alveg gífurlega frumlegt og nýtt af nálinni í íslenskri þjóðmálaumræðu. Not. Æj skoðið bara. |Dagga| 14:36 mánudagur, nóvember 17, 2003 Öryggissvið Z - gildið af 99% öryggissviði er 2, 75 og Z - gildið af öryggissviði 90% öryggissviðs er svona 1,96...... Stærðfræði 313 rúls. |Dagga| 12:29 |