daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, desember 03, 2003 Prófstressið góða Um þessar mundir þreyti ég það sem maður kallar fyrri helming stúdentsprófs. Ef allt gengur samkvæmt óskum næ ég stúddaranum með glæsibrag, enda aðeins einu fagi ólokið. Félagsfræði 203 og ekki hræðir það mig ýkja mikið. Ég var að leggja saman einingarnar í gær og viti menn, ég er heilum einingum frá útskrift. 3 einingar frá félagsfræðinni, 1 eining fyrir leikfimi, 1 fyrir kór og ein fyrir útskriftaráfangann. Þá á ég eina einingu eftir í val. Eða ekki. Útskrifast bara með 154 einingar í staðinn og í góðum málum. Sé hvítu húfuna í hillingum og strax farin að hanna snitturnar. Er það ekki illur fyrirboði? Hinsvegar má ég ekki leggja árar í bát eftir gott gengi í stærðfræði 313, enda lítur allt út fyrir að ég sé komin úr fallhættu. Daquiri og bjór á línuna, jájá.. Ókei, ég veit að persónuleikapróf eru asnaleg, en! JESS! |Dagga| 15:28 mánudagur, desember 01, 2003 Nei nú má ég ekki vera að því að blogga! En ég geri það samt. Var í þessu að gefa litlum gæsum smá brauð síðan í fyrradag, enda snævi þakin jörð og ekki margt ætilegt handa köldum gæsahnoðrum. Ókei nú er ég farin. Bæti inn linkum næst. |Dagga| 14:08 |