|
daria * blogg hégómans
|
|
fimmtudagur, desember 18, 2003 Ég er að skrifa jólakort. Og þá meina ég í eintölu vegna þess að það fær enginn jólakort frá mér í ár nema þessi eina manneskja. Bara til að koma því á hreint. Takk. Annars er allt í volli þessa dagana. Einkunnirnar komnar og hreint út sagt frábær árangur, If I may. Svall á morgun. Síðan með síðuna, þá verður að segja frá því að Eyþór Páll Eyþórsson, hinn mæti maður, reyndi að laga síðuna í denn og gerði það framúrskarandi vel. En svo fokkaði ég öllu upp, og þurfti að rugla í templeitinu upp á nýtt, með þessum fáránlegu afleiðingum. Og Sindri þó, varstu að taka heiður lagfæringamannsins Kára á þig sjálfan? Ussususssususs. Nei, ég er ekkert reið, ég hefði sjálf gert hið sama. Ég er samt ekki búin að gefast upp í lagfæringum. Nú, ég hef ákveðið að búa til JÓLAGETRAUN. Þetta verður æðisleg getraun og birtist í næstu færslu, helst fyrir helgi. Þetta verður ógeeeeðslega góð getraun og snýst um að þekkja sína bloggara. Ójá, þetta gæti snert þig, kæri lesandi. Meira um það síðar. Og já, ég á eftir að bæta inn linkum... ÞAÐ VERÐUR GERT SEINNA. |Dagga| 14:57 |