daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, janúar 04, 2004 **ÚRSLIT JÓLAGETRAUNARINNAR!** Jæja, þá er loksins komið að því. Eftir mikla ígrundun hefur mér tekist að velja þrjá vinningshafa í jólagetrauninni. Lítum fyrst á rétt svör: 1. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna. Þar sem kjúklingur þessi er ættaður úr Vesturbænum tók hann sig til og lamdi kjúklingana úr Kópavogi og Árbænum. Gó Kjúklingur! Þetta er að sjálfsögðu Anna Tryggvadóttir 2. Fokkin kjúklingurinn fokkin labbaði ifir FOKKING götunna!Hver annar gæti þetta verið en hann Steini okkar? 3. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og keypti sér Alien safnið á DVD og nýja Írafár diskinn. Hamingjusamur kjúklingur! Þetta er Erlingur 4. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og fékk 10 í stærðfræði, 8 í efnafræði, 8 í Íslensku og alveg fáránlega gott í öllu hinu. Svo fór hann á skrall og drakk sig fullan. Þarna er Atli Bollason á ferð, sjálfhælinn og skemmtanaglaður að vanda. 5. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna eftir að ég hafði fyllt hann með smávegis af timiani og appelsínum. Ætti maður kannski að sneiða hann niður í pítu?Þetta var nú létt. Nanna, að sjálfsögðu. 6. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og velti fyrir sér fasabreytingum og hjálpaði öllum í efnaræði. Það þótti honum skemmtilegt. Uppáhalds samkynhneigði kínverji okkar allra, Steinar Yan Wang. 7. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og dáðist að umferðarmerkjunum. Síðan birti hann myndir af þeim á blogginu sínu. Ekki á allra færi, en letibloggarinn Sverrir Guðmundsson er þarna á ferð. 8. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna. Kærastan mín er svaka gella. Hinn ástmikli Söndrubróðir - Ragnar Nói. 9. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og löðrungaði Ljenzherrann. Kaffisterkt.blogspot.com - ofurhrezzileiki! 10. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og fordæmdi alla þá letingja sem hafa útlenskar konur í þrælkunarvinnu. Áfram kjúklingur! Svo mælir skörungurinn Þórdís. Þannig fór það. Vinningshafar eru þessir: *Í 3. sæti lenti Anna Tryggvadóttir *Í 2. sæti lenti Elín Ingibjörg Magnúsdóttir og.... *Í 1. sæti lenti Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir! VeIIII! Ég óska ykkur innilega til hamingju. Megi titlarnir verða til til mikillar lukku og velfarnaðar á komandi vikum og árum, enda mikil kænska þarna á ferð. Húrra! P.S. - Ég bætti inn linkum! Er ég ekki dugleg? |Dagga| 15:48 föstudagur, janúar 02, 2004 Þið segið það.... Þetta verður mjög stutt, ætlaði bara að minna á síðustu forvöð þáttökufrests jólagetraunarinnar hérna fyrir neðan. Allnokkrir hafa tekið þátt og úrslitin birtast á morgun ÁSAMT LINKUM! Þetta er loforð! Sjáumst þá |Dagga| 17:07 |