daria * blogg hégómans
|
föstudagur, janúar 23, 2004 Bjarne i den gule trøje... Djöfull get ég ekki horft á handbolta! Ég sem hélt að við myndum bara vinna? Síðan hvenær voru Slóvenar eitthvað góðir í handbolta. Eitt veit ég þó um Slóvena. Sú þjóð er hin ósmekklegasta í almennu fatavali og framkomu, sbr. klappstýrurnar síkátu sem brugðu á leik í hléum. Hrikalega ljótt. Þá skýtur upp í kollinum minning frá Austurríki á lúðrasveitamóti fyrir nokkrum árum síðan. Þar var meðal þáttakenda hljómsveit frá Slóveníu sem tók svona klappstýrustelpur með, sennilega til prýði. Þær voru í svona ruðum fötum með lestarstjórahatta og svona prik sem þær sveifluðu. Gasalega smart. Síðan var hljómsveitin sjálf í ljósbláum jakkafötum (stelpur voru í samlitum mínípilsum) og með rauða þverslaufu. Well, I guess you had to be there. Jæja, nú er vikan senn á enda og ég hreykin að lýsa því yfir að: a) ég svaf ekki einu sinni yfir mig þrátt fyrir nokkrar andvökunætur b) skrópaði ekki í neinum tíma. Vei, til hamingju ég. Gasalega finnst mér hún Ingiríður litla sæt. Síðan sá ég í fréttum gærkvöldsins að Hákon krónprins, hinn stolti faðir, kvaddi fæðingarkrú sitt með handabandi og/eða kossi Áfram Skonsi! Ánægð með þetta, hann er svo asskoti almúgalegur orðinn. Hann er alveg í öðru sæti á Prinsar-sem-mér-finnst-svaka-sætir listanum. Á eftir Harry, of kors. Og Anne Dorthe Michelsen er sko EKKI einhver Celine Dion! Hnuss.. |Dagga| 12:50 miðvikudagur, janúar 21, 2004 Drærærææ... Ó hve ég elska Heimdall. Not. Á þeirri mætu síðu Frelsi.is er einskonar fróðleikshorn sem ber nafnið „Vissir þú..?“. Það er nú uppáhalds dálkurinn minn, því þar er hægt að rekast á fróðleikskorn mörg. Í þessum dálki er nú verið að hneykslast á því að Ríkið starfrækir m.a. nefnd sem skipuleggur Dag íslenskrar tungu, nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Tannverndarráð. Eða er ekki annars verið að kvarta undan því? Ég held það, enda samræmist annað ekki hugsjónum Hins Yfirnáttúrulega Frelsis. Og hverjir ættu svosem að sjá um Tannverndarráð og Námsgagnastjórn, aðrir en ríkið? Ég segi ekki að ég sé mikið fylgjandi óhóflegs fjölda nefnda, enda getur slíkt farið út í öfgar eins og margt annað. Sum sannleikskornin eru ekki alvitlaus, t.d. eins og að um 400 milljónir renni til bændasamtakanna á ári hverju. Það er vitleysa og ég þarf ekkert að fara leynt með það að mér finnst landbúnaður á íslandi hálf-asnalegur og það er miklu sniðugra að sníkja styrki frá ESB. Það leysir allan vanda. Æj Heimdellingar eru kjánar. Aftur á móti er nýjasti bloggari netheima enginn kjáni. Það er nefnilega minn ástkæri elskhugi, Hjalti Snær Ægisson. Megi bloggletin aldrei verða honum að bráð! |Dagga| 08:39 sunnudagur, janúar 18, 2004 Mér er svo illt!!!! Það hlaut að koma að því. Lukkan leikur ekki svo glatt við mig að ég geti verið laus við tannréttingarnar. Þá er það komið; gleraugu, bólur og spangir; hið fullkomna nörd. Þær verða að koma, ég þoli þetta ekki lengur. Áður fyrr var ég með perluhvítar og beinar tennur. Ég vorkenndi stallsystrum mínum sem þurftu að umbera teina og tannréttingarlækna, auk þess sem að ég hafði nóg að gera með mína nærsýni. En nú eru þær löngu lausar við sína teina og ég get aðeins bölvað óþekkum endajöxlum sem skemmdu allt! Tvítug á árinu og með spangir? Djísuskræst. Ég kæmi til með að vera með hvíta víra í efri gómi en stál í neðri. Verst þykir mér þó að vera með herlegheitin á stúdentsmyndunum... ohhhhhh ég þoli þetta ekki! Þrýstingurinn í neðri gómi er að gera drepa mig og allt fer í taugarnar á mér. Svo mun þetta líka kosta sitt. Helvítisdjö! Skyldi vera hægt að fara í aðgerð...? |Dagga| 14:51 |