daria * blogg hégómans
|
föstudagur, janúar 30, 2004 But it´s Friday I´m in love.. Ahhhhh. Skrópaði í tvöföldum Lögfræðitíma í morgun og leið vel. Nú fer ég alvarlega að íhuga að segja mig úr þessum lúðakúrs. Yikes! Á browsernum hér á bókasafni MH hefur einhver slegið inn hina víðfrægu vefslóð http://dagga.org! Leyndur aðdáandi á ferð? Nja.. bara afspyrnu einmana starfsfólk. En síðan er góð, þegar öllu er á botninn hvolft. Er ég gekk um ganga MH fyrir röskum hálftíma síðan, birtist mér undurfagurt blátt skilti. Söngkeppni MH 2004 verður haldin þann 20. febrúar nk. Nú skal ég drattast til að taka þátt. Þess má geta að ég hef hvorki haft dug né þor til að syngja í keppnum sem þessum síðan á því herrans ári 1999 þegar ég var svo gott sem púuð niður af sviði Smáraskóla er ég söng hið stórskemmtilega lag „Video killed the radio star“. Þá var ég 14 ára, brothætt stúlkukind sem sór þess heit að taka ALDREI þátt í söngkeppni aftur. En ýmislegt hefur til sjávar runnið á þessum 5 árum og mál til komið að þerra tárin. Þetta mun jú verða síðasta tækifæri mitt til að taka þátt í keppni sem þessari og skal ég hundur heita ef ég mun ekki taka mér míkrafón í hönd og raula mig inn í hjörtu skólafélaga minna. Þó er erfitt val fyrir höndum, því það er ekki skömminni skárra að velja lagið en syngja það. Að velja rétt lag er mikil kúnst en ég hef grisjað listann niður í þrjú Spilverkslög sem kæmu til greina: 1: Ég býð þér upp í dans (Bráðabirgðabúgí) 2: Gæfa og gjörvileiki (Ísland) 3: Lína Dröfn (Bráðabirgðabúgí) Nú, í fyrsta laginu vantar mig karlkyns söngfélaga enda er þetta geysiskemmtilegur dúett, og svo er líka skemmtilegra að syngja með öðrum. Erlingur kemur sterkur inn en segist vera laglaus og í öðru atriði fyrir. Um lagleysið veit ég ekki, en ekki vil ég þrýsta neinu á hann. Því auglýsi ég eftir lagvísum dreng til að taka lagið með mér. Hin lögin eru róleg einsöngslög sem eru undurfögur og krefjast einhverra bakradda og aukahljóðfæra.. mjög skemmtileg bæði tvö. Æ bleh, þetta endar örugglega á Final Countdown eða Gleðibankanum..... (stunur) |Dagga| 14:59 miðvikudagur, janúar 28, 2004 Gömlu góðu dagarnir.. ah Ég var að fara yfir eeeldgamlar færslur sem eru rúmlega ársgamlar, margt hefur runnið til sjávar síðan þá. Þá notaði ég frasa á borð við „djísös“ og „sjííííí“ óspart, oftar en góðu hófi gegir e.t.v., og eiginlega bara ögn asnalegri stíll yfir þessu öllu saman. Ég er kannski svona fljót að fá nostalgíur en fyrir mér hefur margt runnið til sjávar á einu ári. Fyrir ykkur er ég eflaust sama gamla kjánaprikið - og þið hafið líklega rétt fyrir ykkur. Nóg um það. Morgundagurinn verður skæslegur. Enginn skóli því báðir tímar falla niður. Þá er alveg bannað að segja mömmu frá því til að forða mér frá húsverkum. Kannski maður skelli sér í sund og det hele. Eitt er víst að ég nenni lítið að læra. En svosem alveg þörf á því... Ég get ekki gert að því að finnast nýjustu ályktanir SUF skondnar... Djöfull langar mig til að sjá viðbrögð Dóra síhressa við þessum nýaldarhugmyndum. Loksins fara Frammarar að gera eitthvað af viti, eða þúveist... Þeir virðast vera meðvitaðir um gömlukallastimpilinn. Greyin. |Dagga| 12:09 þriðjudagur, janúar 27, 2004 Útlendingaofsóknir Um þessar mundir er maður að nafni Alessandro Réda að knýja að msn-dyrum mínum. Ástæðan er sú að ég mun vera íbúi í Kópavoginum góða. Þó er maður þessi (við skulum kalla hann Réda) ekki á höttunum efttir blíðu minni, ónei. Hann er að gera dauðaleit að íslenskri stúlku að nafni „Lydie“ sem hann kynntist á Spáni í fyrrasumar - og býr í Kópavogi! Mig langar hinsvegar mjög mikið til að vita hver í fj&%$ sendi honum emailið mitt, en hann segist hafa fengið það hjá hollenskum vini sínum. Ég þekki samt enga Hollendinga, ergo, hann er að ljúga. Í samtali okkar sagðist ég ekki þekkja neina Lydíu og því gæti ég lítt gagnast honum. Þá fór hann að segja mér frá ljósa hárinu hennar og fögrum líkama þannig að ég fór að sárvorkenna manngreyinu, hann var greinilega ástfanginn upp fyrir haus. Ég fór þá að leita. Eftir að hafa fengið ítarlegri upplýsingar um stúlkuna (átti víst að vera um 22 árin og stundar í líffræði í háskólanum) fann ég enga Kópavogsstúlku með þessu nafni. Þá kom hann með brenglað símanúmer sem ég gat leiðrétt og vísaði á einhverja skrifstofukonu útí bæ. Réda okkar var sáttur með þetta símanúmer og þakkaði mér fyrir. Hann hélt samt áfram að biðja mig um greiða og bað mig um að hringja, þar sem hann kynni ekki íslensku. Þá missti ég þolinmæðina og ákvað blokka. Ég kvaddi, en þá vildi hann ekki sleppa mér áður en hann fengi að sjá mynd af mér! Þá fór ég út af msn og óskaði honum alls hins besta. Hann hætti þó ekki að ofsækja mig, og einhvernveginn hefur hann komist yfir heimasímanúmerið mitt !! Lydía, ef þú ert einhversstaðar þarna úti, þá hefur þú alla mína samúð. Ég mun aldrei framar hjálpa honum að leita þig uppi. OG ÞÚ HOLLENSKI VINUR! Þú munt hljóta makleg málagjöld. Nú ætla ég að skipta um símanúmer. |Dagga| 13:16 sunnudagur, janúar 25, 2004 Slæm byrjun á vonandi ágætum degi. Nú hef ég opinberlega hlotið nafnbótina Bókasafnsljóskan. Ég var að vinna mig upp í Bókasafnslögguna en éld að það sé alveg úti um hana. Fékk nefnilega frekar pirrað símtal áðan sem tilkynnti mér um að ég ætti að vera að vinna - og hálftími liðinn af vaktinni. Svona hefur nú aldrei komið fyrir mig, og mér líður hálf-kjánalega fyrir vikið. Asnalegt þætti mér þó ef ákveðnir vinnufélagar færu að erfa þessi misklíð við mig. Púnktur. Þykir mér þó jafnvel leiðinlegra að þurfa að beila á kvikmyndatökudegi vina minna, þar sem ætlunin var að wrappa Klöru. Það tókst ekki, og þeir eiga í þetta skiptið inni hjá mér. Jájá. Annars stefnir allt í það að þetta verði önn án heimalærdóms. Uss... framhaldsskólaleiði dauðans ásækir mig. Ég er algerlega að krepera á þessum menntaskóla. (Neikvæðu bloggi lýkur hér) Ví ví Mozart-tónleikar ví ví í kvöld ví! |Dagga| 14:19 |