daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, febrúar 04, 2004 Utanlandsferðir ársins 2004 Það er eiginlega komið á hreint; Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er að fara til Eistlands í sumar. Vei. Mig hryggir að segja frá því að það eru æði litlar líkur á því að ég fari með, svona ykkur að segja. Þrjár kórferðir á þremur sumrum? Ærónþínksó. Mig langar agalega til að fara til útlanda án þess að ég þurfi að fylgja samanheftuðum ferðaplönum. Og svo eru þessar ferðir ekki beint frí, enda stanslaus vinna (þó gaman sé á meðan þeim stendur). En þess í stað sit ég hér og reyni að henda saman dönsku sendibréfi til hennar Tinu Ravnholt, en hún ætlar að redda okkur lestarfari frá DK til Prag og gistingu sömuleiðis. Ég er nefnilega ekki alveg svo rík að geta farið tvívegis til útlanda á einu sumri. Þessi söngvakeppni er að verða algjört flopp hjá mér. Nú er ég hætt við að láta Erling syngja, enda segist hann ekki sofa á nóttunni. Þessvegna vantar mig bakraddir OG ÞAÐ STRAX! Músík: Púnktur púnktúr komma strik Múví: The Birdcage |Dagga| 11:40 þriðjudagur, febrúar 03, 2004 Sparnaðarráð Döggu Nú fer að harðna í ári hjá Dagbjörtu (sem og hjá öðrum, eflaust) og því er ráð að taka allverulega til í eyðslumálunum. Nú eru enn nokkrir mánuðir í sumarleyfi (og orlofsgreiðslur) þannig að þörfin fyrir innsigli peningaveskja hefur sjaldan verið meiri. Þetta eru mín ráð við kreppuni: 1. Nesti. Ég hef alltaf verið mikil nestiskona og kaupi mér sjaldan mat í skólanum, þó það hafi færst í aukana með tímanum. Hinsvegar er ráðlegt að taka meira með sér en eina kaffijógúrt og Frissa Fríska (sem er btw ógeð). Samloka er möst og súkkulaðikaup eftirmiðdagsins eru harla ósniðug. 2. Hætta að kaupa sér eitthvað drasl, s.s. föt. Það er hvort eð er ekkert til í þessum búðum. Alveg satt. Og svo á maður nóg af þessu..... 3. Hætta að taka spólu, fara í bíó eða kaupa nammi. Bókalestur, klepparakvöld, gönguferðir - need I say more? Og svo er hægt að borða hrökkbrauð og kæfu. Fokk súkkulaði. 4. Stuldur. Nú er ég ekki að tala um búðahnupl, þó einstaka gúmmíbangsi úr nammibar hagkaupa sé réttlætanlegt rán. Þeir sem t.d. eiga yngri systur sem eiga allt (ekki þurfa þær að borga fyrir herlegheitin) þá er ferlega sneddí að stela málningardóti, fötum, rakvélum, ilmvatni og ég gæti lengi haldið áfram. Skothelt plan, svo lengi sem herbergislyklar eru ekki til staðar. Svo er stundum hægt að fá lánað.... 5. Farðu ekki leynt með vandann. Bloggaðu um eigin fátækt og láttu alla vita um hugsanlega fátækt/blankheit/nísku. Þá verður þér e.t.v. vorkennt, og það er vissulega allra meina bót. En einhvernveginn nenni ég samt ekki að vinna meira, enda stendur það mér svosem ekki til boða. Nú ætla ég þá að fara og standa í biðröð hjá mæðrastyrksnefnd og fá eitthvað ÓKEYPIS! Júhú, ég hlakka til. |Dagga| 11:18 |