daria * blogg hégómans
|
föstudagur, febrúar 20, 2004 Ég legg metnað minn í það að vera hátt uppi og hress.... < gelgjublogg byrjar hér > Jújú. Þó maður hafi bara sofið í 4 tíma í nótt sökum stresss, þá var maður hresss. Aftur á móti leggst kvöldið mjög vel í mig og er bjartsýn á gott gengi. En sorgarfréttirnar eru þær að ég held að ég sé með ofnæmi fyrir kaffi. Ekki sniðugt. Var á hinum alræmda fimmtudagshittingi á brennslunni wit da laidies í gær; þá ákvað míns að sporðrenna einum stórum latté með karamellusýrópi. Og ég var með hjartsláttartruflanir allt kvöldið. Ó mæ. Og fékk smá brjóstsviða líka. < /gelgjubloggi lýkur hér > Rafmagnslaus helgi hjá mér framundan. Það verður eitthvað. Jæja, óskið mér velfarnaðar og góða helgi. |Dagga| 13:20 þriðjudagur, febrúar 17, 2004 Það borgar sig að skoða deiliskipulögin sín.. Einhvernveginn verð ég að gera ráð fyrir að Sverrir Teitsson, formaður Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík, hafi átt allan heiður af þessari mætu ályktun. Allavega veit ég að rest stjórnarinnar er ekki mjög áhugasöm um götukerfi borgarinnar. Bravó. Annars voru kvöldfréttir gærdagsins ömurlegar. Stórslys í Moskvu þar sem fjöldi lítilla barna drukknaði, lítill strákur í Írak deyr af völdum handsprengju... að ekki sé minnst á hús sem brann og hýsti m.a. lítinn 11 strák. Allar eigur hans eyðilögðust og mamma hans hafði dáið í hörmulegu slysi tveimur vikum áður. Og síðast en ekki síst, þá hafði einhver komist inn í brunarústir hússins að næturlagi og stolið öllu heillegu, s.s. skartgripum, fötum og leikföngum. Sjúka veröld. Mig langar að fara og kaupa eitthvað handa þessum strák... En svona atburðir eru líka til þess að koma okkur hinum í skilning um það að við höfum ekki yfir neinu að kvarta. |Dagga| 11:16 mánudagur, febrúar 16, 2004 Er ekki kominn tími til að selja fermingarpeningaverðbréfin sín þegar þau hafa rýrnað allhressilega? Mig vantar nýjan síma. Raflhlaðan i endist í u.þ.b. 2 sólahringa og tækið einskis nýtt, enda ekki hægt að ræða við neinn lengur en um 5 mínútur. Svei. Spurning um að eyða fermingarpeningnum í einn svona. Ég er samt ekki svo mikið fyrir að taka myndir með símanum. Til hvers var kona þá að fjárfesta í digítal myndavél? Haa? Rétt í þessu var ég að fá e-meldingu frá Karli Th. Birgissyni. Fjöldasending sem boðar fólk á málfund Samfylkingarinnar um öldrunarmál. Ég þangað. |Dagga| 15:26 |