daria * blogg hégómans



Ýmislegt

MSN netfang: dagga_h(hjá)hotmail.com
Senda mér smöss..
Myndasíðan


Tenglar og stallsystkini

Sandra Wish
Vigga
Anna Pála

Ýmsustu menn
Aðalsteinn
Alex Simm
Ari Eldjárn
Arnaldur
Atli Freyr
Atli Týr
Ágúst Flygenring
Baldvin
Bjarni Már
Eiki
Erlingur
Geimveira
Guja
Gunnhildur
Gunni Kerfiskall
Hallur
Hákon Skjenstad
Kári Túl
Kínverska mafían
Magga
Nanna súpersjef
Orri Té
Óli Gneisti
Raggan
Sigga
Sindri
Sibba
Snæbjörn
Stefán P
Steini Tík
Steinunn systir
Svan
Svanur
Svanhvít
Sveinbjörn
Ugla
Vala Svala
Þórdís

Röskvan
Aggi
Alma
Ásþór
Atli Bolla
Erna María
Eva Bjarna
Eva María
Dagný
Fanney Dóra
Garðar
Grétar
Gussan
Kári
Kjallarasystur
Lára Kristín
Magnús Már
Tinna Mjöll
Sigurrós
Sólrún Lilja
Steindór
Stígur
Torfi
Vala Bé Eggerts
Yngvi
Þórir

Jafnaðarmenn
Ágúst Ólafur
Bryndís Ísfold
Bryndís Nielsen
Brynja Bjarnfjörð
Grjóni Stólpi
Guðrún Birna
Hildur Edda
Jens Glens
J. Hjalti

Lagablókir
Arndís Anna
Ásdís Snævarr
Eva Baldurs"
Sara og co.
Snorri
Valdi
Þórhildur Líndal

Kaupthing bank Sirra
Sunna Dögg

Nýbakað og síðan í gær
Hildur Þóra
Jósef Ýmir
Dagur Orri

Hall of Shame
Hjaltinn minn

Pólitík.is
Evrópusamtökin
Bekkurinn minn
Silfur Egils
Sellan
SHA
Femínistar
Vinstri
Múrinn
Deiglan
Jamie Oliver
Michael Moore


Darían er skemmtilegt vefrit og gaman er að lesa hana. Hinsvegar er það sem Darían býr yfir prífat og persónulegt yfirráðasvæði Dagbjartar Hákonardóttur, stud. juris, sem kann ekki við að láta birta ummæli sem hér finnast í ritmiðlum óspurð. Leiksoppar klósettpappírsritanna eru vinsamlegast beðnir um að virða slíkt, sem og aðrir.

Arkífin



miðvikudagur, febrúar 25, 2004  

Scanið halo er bilað.

Oj því kommentabatteríi. Hinsvegar horfði ég á hasarmyndina True Lies í gærkveldi við mikinn fögnuð móður minnar í næsta herbergi. Sú mynd er orðin 10 ára gömul og það sést nú bara á varalitnum hennar Jamie Lee. En eitt sló mig mjög og það voru Jíhad-Arabarnir sem áttu að vera vondu kallarnir. Svei mér þá ef ég hélt ekki bara með þeim allan tímann og fannst þeirra hlutskipti mjög tríst. Heimsmyndin hefur sannarlega breyst á þessum 10 árum. Hvað verður tabú eftir 10 ár? Feitukonubrandarar?

Á þessari stundu sit ég í makindum mínum í afgreiðslu Bókasafns MH og hlusta á háværa tóna Dr.Gunna sem spilar á Lagnókaffihúsinu niðrá Matgarði. Hér er ekki nokkur hræða vegna Lagningadaganna, þó kínversku IB-krökkunum sé ekki skemmt í lessalnum. Doktorinn er greinilega ekki þeirra tebolli.

Jæja, allir að hlusta á Rás 2 kl. 8 í kvöld. Litlir grunnskólakrakkar etja kappi í spurningakeppni undir stjórn Hjaltans, auk hinna MR-spurningasnáðanna. Það verður svei mér skemmtilegt.

|Dagga| 12:15


mánudagur, febrúar 23, 2004  

Svefndrukkin og skelþunn...
(varúð - skýrslublogg!)


Nei ég er ekkert svo skelþunn. Bara skel. En helgin var svei mér endurnærandi.

Föstudagurinn hófst í stressi og ég hamaðist í heilan dag við að klára félagsfræðiskýrsluna mína. Skemmst er að segja frá því að ég glataði eiginlega öllum gögnum á disklingnum og þ.a.l. þorranum af ritgerðinni. Björn Bergsson var mjög glaður.
Síðan byrjaði söngkeppnin og performansið heppnaðist þrusuvel. Ég þurfti hinsvegar að opna helvítis sjóvið (þ.e.a.s. var fyrst á svið) og því held ég að dómendur hafi gleymt snilldarlegri frammistöðu minni þegar á hólminn var komið. En, ég var ánægð með kvöldið. Eiga einhverjir myndir frá keppninni? Mér vilja sjá.

Hvað um það, klukkan tæplega sjö á laugardagsmorgni var ég rifin upp af árrisulum ástmanni mínum og við drifum okkur af stað í sumarbústað. Stoppuðum á bensínstöð í Firðinum og sáum bara þreytta unglingspilta sötrandi píkubjóra á leið heim af öldurhúsum bæjarins. Mikið leið mér vel fyrir mína hönd. Allavega, hlustandi á Kraftwerk og Hauk Morthens brunuðum við í Borgarfjörðinn og við tók heljarinnar lestrartörn. Ekki skemmdi fyrir að matarkostur ferðarinnar var ekki af verri endanum. Kex og ostar, rauðvín og túborg, kók og kristall, pasta og böggles að ógleymdum HEILUM KASSA AF ELITESSE. Við rétt náðum að helminga hann, og nú er þetta mitt eftirlætissúkkulaði.

Síðan var lært og lesið í þögninni, því ekkert var rafmagnið né símasambandið. Aðeins kyrrð og ró í návist fjallanna og næðingsins. Þangað vil ég aftur fara.. svei mér þá ef þetta verður ekki besta afslöppunarhelgi febrúarmánaðar.

E.S. - Varast skaltu át fornra ólívualdina í lauslega opinni krukku í sumarbústaðaskáp. Góðar líkur eru á því að aldinið sé úldið þó síðasti söludagur krukku sé í júlí 2006.

|Dagga| 11:52