daria * blogg hégómans
|
föstudagur, mars 26, 2004 Skææææææææææl Mig grunar að ég hafi látið heilar 3000 krónur renna mér úr greipum. Í morgun lét ég lítið seðlabúnt í rassvasann á gallabuxunum mínum og ekkert er búntið lengur að finna. Hefði átt að fara í pilsi í dag. Verð víst að strauja debbarann einu sinni enn. Árshátíð á morgun og ég er fátæk. |Dagga| 13:01 þriðjudagur, mars 23, 2004 Yngstu gömlu karlar í heimi Já, þið lásuð rétt. Hefur enginn tekið eftir því hvað ungir íslenskir karlmenn eru oft afalegir? Það hef ég gert. Og af því mér finnst svo gaman að búa til lista, þá ætla ég að gera einn slíkan um topp-5 afalegustu stráklinga landsins. 5. Björgvin Gé - 1970. Hann er hress og skemmtilegur sveitamaður og með málefni sinna manna á hreinu. Þegar hann hefur mál sitt, fer hann úr hlutverki sveitapiltsins og breytist í alvörugefinn stjórnmálamann. Þessi leynir á sér. 4. Gísli Marteinn Baldursson - 1972. Ekki alveg jafn góður gaur og Björgvin, en afalegur engu að síður. Segi ekki meir. 3. Stefán Einar Stefánsson - 1983. Íhaldssamur guðfræðinemi sem trúir á gildi gamalla og góðra siða. Sannkallaður öldungur, en leynir sennilega á sér. Eflaust býr lítill snáði í sál hans. 2. Birkir Jón Jónsson - 1979. Vann um árabil hjá Sparisjóði Siglufjarðar? Nefndarmaður í kvikmyndaskoðun? Brids? Maðurinn er 23 ára gamall, en er náttúrulega í Framsókn. Nough said. 1. Hjalti Snær Ægisson - 1981. Á 30 ára gamlar plötur með Ómari Ragnarssyni og kann öll lögin. Raular einnig með gömlum sönglögum í útvarpinu sem enginn hefur heyrt áður, og hneykslast á mér fyrir að kunna ekki skil á þeim. Hefur áhyggjur af kransæðunum. Hann myndi frekar ganga um nakinn en klæðast strigaskóm og gallabuxum, því hann verslar sín bestu föt hjá Guðsteini. Pantar ekki frá Dóminós. (Sætishöfum á lista ber að taka þessu sem léttu spaugi, ellegar skortir þá alla kímnigáfu). |Dagga| 11:31 |