daria * blogg hégómans
|
laugardagur, apríl 03, 2004 Gærdagurinn var martröð Frunsa, svik, prettir og Verzlunarskóli Íslands. Þetta var gærdagurinn minn í hnotskurn. Í sárabætur horfði ég á þennan kettling í hundraðasta skipti, og leið strax betur. |Dagga| 16:41 föstudagur, apríl 02, 2004 Síðasti skóladagurinn fyrir páska Og ég er að vinna. Mig langar að taka forskot á sæluna og hlamma mér upp í rúm og undirbúa atvinnuviðtal þriðjudagsins, en ég og einn vinur minn erum að fara að mála bæinn rauðan í sumar, jú bet jor ess ví vill. Veit annars einhver hvers vegna maður málar bæinn rauðan, þegar maður er að gera eitthvað stórfenglegt/skemmtilegt? Mér er spurn. Auglýsingur Ef einhver vill kaupa rækjur eða páskaliljur, þá má hafa samband við mig pronto! Helvítis kórferðalag. |Dagga| 12:58 fimmtudagur, apríl 01, 2004 Íhíhí. Nú er ég sátt við lífið. Nú má ég fara að vara mig á Sjöllunum. Þeir voru eitthvað ósáttir við þetta hér og eru að úthúða mér hér. Skemmtilegt að hugsa til þess að í gærkveldi sat einn lítill sjalli sveittur í margar mínútur að hamra inn grein sem er bara tóm steypa. And I quote: „Dagbjört er hér að reyna að sigla fram hjá rökunum! Enn á ný er það mansal sem er vandinn og árangurinn við banni á vændi er sigur í baráttunni gegn mansali! Það eru allir sammála um að berjast gegn mansali, glæpahópum, eiturlyfjahringum og mansalsmafíum. Dagbjört þarf engar áhyggjur af því að hafa. Við erum, ólíkt sumum, jafnvel til í að stofna sérsveitir gegn slíkum óþokkum.“ Ég skal hætta að þreyta lesendur mína með pólitík, en þetta var einfaldlega of fyndið. Og þeir gátu ekki einusinni skrifað undir nafni. |Dagga| 11:41 miðvikudagur, mars 31, 2004 Kosningavika og vændi Maður getur ekki þverfótað fyrir fólki sem vill bjóða manni nammi, pefsí, dorítós, heimabakaða snúða eða gamalt bakkelsi. Ef þau bara vissu að ég er ekki með kosningarétt. Múha. Og þó, ég meina, mér finnst ég vera knúin til þess að dreifa fagnaðarerindinu fyrir X-Lýsi, því í gær voru þau með lýsisperlur á boðstólnum. Einnig X-Stella, því að barnavagn fullur af eðalsælgæti er alveg til þess að bjarga mínum degi. Í fyrra bauð X-Leníngrad ekki upp á neitt nema vínber. En við unnum nú samt. En ég var að skrifa eina af mínum betri greinum á Pólitík. Svei svei svei þeim sem vilja lögleiða vændi, SVEI! |Dagga| 11:37 þriðjudagur, mars 30, 2004 Ég er súkkulaði súkkulaði súkkulaði hæna.. Ónei, kæru lesendur - Hænan sjálf er því miður ekki mætt aftur til leiks, heldur systir hennar - Súkkulaðihænan. Skemmst er að segja frá því að er ég kom heim til mín í gær, lúin og veðurbarin, beið mín fagurt páskaegg frá Nóa af stærð FIMM. Systir mín varð samt fyrir miklum vonbrigðum með sitt egg, því enginn strumpurinn prýddi herlegheitin. Móðir mín hugulsama, sem þrætt hafði hvern stórmarkaðinn af fætur öðrum í leit að einhverju fótboltastrumpaeggi aðeins til að komast að því að Nói Siríus væri hættur að framleiða þess konar egg, varð án efa mjög vonsvikin, enda kom vanþakklæti dótturinnar mjög á óvart. Enda eðlilegt. Ég er ekki viss um að allar mömmur myndu kaupa svo vegleg egg handa geðvondum táningsdætrum sínum. Takk mamma, þú ert best. Mamma keypti sér hinsvegar ekki egg, ónei. Hún keypti sér támjó Billi Bi leðurstígvél á sautjánþúsund. Sitt sýnist hverri hænu, býst ég við. |Dagga| 11:32 mánudagur, mars 29, 2004 úFF.. Afrek helgarinnar voru ekki upp á marga fiska. Kórárshátíðin fór fram á laugardagskvöldið... þar gerði ég mig 16 sinnum af fífli og er þ.a.l. hætt í kórnum. Ræði það ekki meir... Og þó.. ég afrekaði þó ansi margt í félagsheimili Gróttu kl. 17:00. Ræði það ekki frekar hitt. Ég er ekki að fíla þennan snjó.. ég vil að hann fari á morgun. Ég ætla líka að leggjast í dvala því ég er leiðinleg. Bless. |Dagga| 14:20 |