daria * blogg hégómans
|
laugardagur, maí 22, 2004 Sjung om studentens lyckliga dag.... Ég titla sjálfa mig sem nýsdúdent dagsins. Verst er að heljarinnar frunsa er í aðsigi... Annars er ég með veislu á Kaffi Kúltúr kl 17:00, en þar verða aðallega helstu skyldmenni. Svo verður partí um kvöldið. Þið megið svosem líta við, ef þið verðið, þúst, á ferðinni, eða þúst... já. |Dagga| 13:17 miðvikudagur, maí 19, 2004 Ævintýri úr stórmarkaði - 1.Hluti Við erum stödd í Hagkaup-Smáralind, rétt fyrir jól. Lítil stúlka (5) horfir hugfangin á eintök af DVD-útgáfu Herkúlesar sem var að koma á markað. Móðir hennar (31) stendur í biðröðinni sem nær að fiskborðinu, svo löng er hún. Lítil Stúlka: Mamma, mig langar í svona Herkúles Móðir: Nei ´skan, við vorum að kaupa Bamba um daginn, manstu ekki? LS: En mér fannstúnekkert skemmtileg!! M: Elskan mín, við getum ekki keypt spólu í hverri viku... það er aldrei að vita hvort jólasveinninn gefi þér eitthvað fínt í nótt! LS: Mamma, hvað heitir mamma hans Herkúlesar? M: Öh... Hera? Já, hún heitir Hera. LS: En hvað heitir hesturinn hans?? M: Pegasus. LS: En, en.. hvað heitir pabbi hans?? M: Ódiseifur. LS: Ó. ...Þess má geta að undirrituð var sjálf vitni að atburðarrásinni, enda um sanna sögu að ræða. Tilfinningar voru lítillega kryddaðar. |Dagga| 12:50 þriðjudagur, maí 18, 2004 Ullabjakk Ég hef komist að því að græn ísdýfa er ógeðsleg á bragðið. Mér hlotnaðist sá heiður rétt í þessu að bregða mér á bak við afgreiðsluborð Ísbúðarinnar í Kringlunni, minn gamli vinnustaður. Ólyktin á bak við hefur ekki breyst, og enn þann dag í dag ómar FM 957 í græjunum. Sumarið 2001...ohj. |Dagga| 14:07 mánudagur, maí 17, 2004 Sjáið myndirnar! Mér skilst að ég sé að fara í viðtal við Séð og Heyrt eftir hálftíma. Iss. |Dagga| 13:13 |