daria * blogg hégómans
|
laugardagur, júní 12, 2004 Slef. Ég sit hér við tölvu á bókasafni Hafnarfjarðar. Var að enda við að taka inn eina Íbúfen og er orðin ferlega hress. Í rigningarsuddanum er verið að halda einhverja hátíð á bílaplani bókasafnsins, og vöffluvagninn er mættur á staðinn. Ég held að það sé vaffla. |Dagga| 14:01 föstudagur, júní 11, 2004 Mér er kalt. Það er ekkert grín að vera á mínípilsi og stuttermabol allan daginn þegar enga fær maður peysuna að gjöf. Ég er búin að næla mér í eitt stykki kvef og veit ekki hvort það fari í bráð. ....Við minnum ykkur síðan á Mblogið okkar sem er á siminnpúnkturis undir afþreying! |Dagga| 16:12 miðvikudagur, júní 09, 2004 Fahrn, fahrn, fahrn, auf die Autobahn ... Á dögunum barst okkur skötuhjúunum sendibréf frá Danmörku. Umslagið geymdi tvo lestarmiða frá Köbenhaven Hovedbanegård til höfuðborgar Tékka, Prag. Skemmst er að segja frá því að ég er farin að lesa Turen går til Prag eins og mér sé borgað fyrir það (þ.e.a.s. í vinnunni) um leið og við leggjum línurnar fyrir Kaupinhafnarferð Hjartsláttar sem verður farin innan skamms. Þá má kallast gott á minn fábrotna skemmtanamælikvarða að fara þrívegis til útlanda á einu ári, enda fer ég til Köben í lok júni, síðan aftur þann 16. með kallinum og þaðan til Prag. Að lokum er fyrirhuguð Lundúnareisa með vinnunni í ágúst. Allar þessar ferðir verða flognar með Iceland Express, en ég læt allar sögusagnir um ömurleika þess sem vind um eyru þjóta. Ekki vegna þess að þau sjá mér fyrir laununum mínum að hluta til, onei. Öll flug eru leiðinleg, enda borða ég ekki flugvélamat og er heldur ekki lappalengsta stúlka Norður-Evrópu. Því síður þoli ég einhverja „afþreyingu“ skaffaða af viðkomandi flugvélagi í formi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Svo undarlegt sem það er þá hef ég séð svona 3 Cheers-þætti á minni litlu ævi, en alltaf virðist ég hafa séð þann þátt sem mér býðst til áhorfs er ég stíg upp í flugvél. Mínímalísk flug eru best! En Malaysian Airlines hinsvegar... ji. |Dagga| 10:11 mánudagur, júní 07, 2004 Hégómi Mig langar alveg pínusmásmásmápínuoggusoldið í svona .... |Dagga| 19:01 |