daria * blogg hégómans
|
þriðjudagur, júní 29, 2004 Æm löövin it... Ég er syndaselur. Ég borða óhollan mat og stunda enga líkamsrækt. Vinnan mín er þess eðlis að erfitt er að samræma skynsamlegar mömmumáltíðir á vinnutíma þar sem eldhúsaðstaða SkjásEins er alls ekki til fyrirmyndar. Þess í stað eru máltíðir mínar yfirleitt í formi skyndibita og ekki kallast það nú hollt, hvorki fyrir kropp né veski. Í gærmorgun heimtaði þó móðir mín að smyrja handa mér tvær samlokur með skinku og osti og eru þær kærkomnar, takk mamma. Hinsvegar er ég víst orðin að forföllnum skyndibitafíkli. Ég sem áður fyrr hélt alltaf um mína fjármuni á þann hátt að taka með mér (mömmusmurt) nesti. Sá háttur er þó áundanhaldi því: a) ég hitti aldrei mömmu mína lengur b) ég hef aldrei „tíma“ Ef þetta heldur svona áfram verð ég fátæk með hamborgararass þegar líður tekur á sumarið. Þetta verður að taka enda. |Dagga| 12:33 mánudagur, júní 28, 2004 VSK Ég fíla virðisaukaskatt. |Dagga| 09:47 |