daria * blogg hégómans
|
laugardagur, ágúst 07, 2004 osÉg er í svo miklu rugli. Nú fer senn að líða að hausti og frammi fyrir mér standa margir valmöguleikar. Í ljósi þess að mín bíður strembið lögfræðinám þar sem lesturinn verður í algleymingi verð ég að skera niður frítímann. Á ég að: * ... bjóða mig fram til endurkjörs á komandi landsþingi Ungra Jafnaðarmanna? (þá í stöðu meðstjórnanda) * ... segja skilið við Hamrahlíðarkórinn fyrir fullt og allt? (Það er mjööög freistandi) * ... vinna á Bókasafni Kópavogs með skólanum? (Það er ekki mjög freistandi) Æj... ég veit ekki, ég barasta veit ekki baun. |Dagga| 17:17 miðvikudagur, ágúst 04, 2004 Myndir Hefur einhver þarna úti áhuga á að sjá myndir frá Prag/Köben, stúdentsveislu og/eða jafnvel Filippseyjum á þessari síðu? Hélt ekki. |Dagga| 16:49 þriðjudagur, ágúst 03, 2004 Augun mín ... ... eru skrýtin í dag. Einhvernveginn verkjar mig í sjóntaugarnar, eða hvað sem það nú heitir, og ég get ekki hreyft hægra augað eins mikið og hið vinstra. Ef þetta er ekki lokaviðvörun um að ég eigi að fara að hætta að nota linsur og byrja að taka lýsi áður en ég verð blind, þá veit ég ekki hvað. En örvæntið eigi, ég hef pantað tíma hjá Vésteini augnlækni kl. 9.20 á mánudagsmorguninn. Annars leiðist mér. Nenni ekki að horfa á klippingu næsta þáttar, sem verður mjög hýr. Mjööög hýr. Gangi þessari annars vel að verða kjörin formaður Heimdallar. Bíðum bara eftir því að hún flaggi kynjakortinu, því þá verður málstaður hennar jarðaður og sömuleiðis framboðið. Strákurinn sem býður sig fram á móti henni mun sigra, því ekki vilja þeir sjá neina femínista innan flokksins. Og þó. Hún er þó allavega með Gísla Martein á sínum snærum, eins og sjá má á þessum áhugaverða lista. Aldrei hefði mbl.is birt fréttatilkynningu um formannsframboð UJR. Eða hvað? |Dagga| 15:24 mánudagur, ágúst 02, 2004 oj oj oj OJ! Eitt af því ógeðslegasta sem ég veit um er að fá frunsu í nefið! Já, í nösinni. Hið annars ágæta krem Vectavir virkar ekki sérlega vel á þessi mein, þannig að tíminn góði verður víst að höndla sárið. Ég er einhver mesti frunsusjúklingur landsins, og get þakkað fyrir ef ég kemst í gegnum árstíðaskiptin án þess að fá fleiri en tvö stykki. Ekki vorum við skötuhjúin búin að vera saman í meira en nokkra mánuði þegar greyið sýktist líka af óþverranum, en nú er hann einn af „frunsufólkinu“. Síðan er bara spurning, hver var það sem smitaði mig af ógeðinu? Allir vistmenn Bangsadeildar á leikskólanum Skógarborg í kringum veturinn 1987-1988 liggja undir grun. Ég vona að sá aðili hafi það meira skítt en ég í dag. Ég vona næstum að hann sé með frunsu á heilagri stöðum en í nefinu. |Dagga| 12:14 |