daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, ágúst 26, 2004 Góður tannsi Fæstum finnst gaman hjá tannlæknum. Ég er þar mikil undantekning og hef beinlínis gaman af því að láta krukka í galopið gin mitt. Ástæðuna tel ég vera þá að í æsku var tannlæknirinn minn töluvert rausnarlegur á verðlaunin enda ekki allir tannlæknar sem gáfu Barbífylgihluti. Alltaf hef ég haldið tryggð við sama tannlækninn, enda eru heimsóknir mínar til hennar alveg ferlega hressilegar. Áðan fór ég nefnilega til hennar og ætlaði að láta hana kíkja á endajaxlinn minn sem mér fannst eitthvað skakkur. Hún rétt kíkti, og sagðist ekki sjá neina ástæðu til að fjarlægja hann. Síðan var ég sloppin og þurfti ekki einusinni að borga! Hún ætlar bara að hringja í desember og þá kem ég í skoðun. Flestir tannlæknar hefðu nú svei mér þá notað tækifærið; penslað flúori og skorufyllt í leiðinni. En Lára tannlæknir rúlar allhressilega. P.S. Á að vera hægt að klúðra viðtali við Morgan Spurlock, þann hressilegasta viðmælanda? Já, það sannaðist í Kastljósinu í gær. Ég sakna Kristjáns. |Dagga| 15:48 mánudagur, ágúst 23, 2004 Ömurleg netföng Löngum hafa nemar Háskólans verið ósáttir við netföngin sín, enda hér um að ræða framtíðaraddressur sem enda ekki á jahú eða hotmeil púnktur kom. Ég bjóst við að fá notandanafnið dagbjorh, og þykir það nú ekki gott per se, en ásættanlegt vissulega. Mér brá nefnilega skelfilega þegar ég komst að því að framtíðarnetfang mitt verður dah2@hi.is. Sennilega eitt alversta netfang allra tíma. Dah væri sosum fínt en NÚMER TVÖ! Þessu hlýtur að vera hægt að breyta. Fasismi á fasisma ofan. |Dagga| 15:38 sunnudagur, ágúst 22, 2004 Ég kann að fjarlægja Google-leitarstikuna! En ég ætla að halda aðferðinni leyndri fyrir ykkur, sauðsvörtum almúganum! Haha. |Dagga| 14:47 |