daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, september 12, 2004 Vissuð þið... ... að nafnið Dagga kemur fram í laginu Einn dans við mig með Hermanni Gunnarssyni. Veeei! |Dagga| 12:08 mánudagur, september 06, 2004 Kæra reiknistofnun Ég skrifa ykkur góðlátlegt bréf í von um að þið verðið við óskum mínum. Undanfarna daga hefur nokkurt ólán leikið við mig í dílun við hina virðulegu háskólastofnun sem HáÍ er má rekja flest vandamálin til ykkar, elskulegu tölvumenn. (Hér geri ég fastlega ráð fyrir að karlmenn séu í meirihluta starfsmanna). Þannig er mál með vexti að ég er ferlega óhress með notandanafnið Dah2. Nánari útskýringar á óánægju minni eru með öllu óþarfar, en ég mun þó reyna að sætta mig við örlög mín, afvitandi að löngun í flott netföng heyra til hotmail-kynslóðarinnar. Öllu stærra vandamál er það að ég næ bara engu einasta sambandi við þráðlaust net skólans. Hver er tilgangurinn fyrir litla stúlku með lítið bak að rogast með níþunga fartölvu í strætó (og ég þarf að skipta tvisvar um strætó, þeinkjúverí) þegar netsamband er ekkert. Og já, ég er búin að slá inn MAC töluna. Grrr... Með fyrirfram von um óaðfinnanlega þjónustu, Dagga Væri ekki annars týpískt að þegar ég fer með tölvuna til þeirra í „viðgerð“ á næstu dögum verði þessi færsla það fyrsta sem þeim birtist? Djí æ hóp not! :S |Dagga| 14:30 |