daria * blogg hégómans
|
föstudagur, september 17, 2004 Af lélegum kveðskap og tónsmíðum. (OBS – löng færsla!) Stundum held ég að ég sé fertug. Ekki að ég sé svona gasalega gáfuð, lífsreynd og veraldarvön kona, heldur vegna þess að ég er djöfulsins kelling. Af hverju? Jú, mér finnst a) ekki skemmtilegt á Felix og Hverfisbarnum (heldur óheppilegt fyrir lagastúdínuna), b)minningargreinar og dönsk blöð hin besta lesning og c) samtímapopptónlist upp til hópa helvítis miðjumoð og vitleysisgarg. Æj og ó. Ég ég minningargreinarnar um Pétur Kristjáns. Valgeir Guðjóns og Kobbi Magg létu sitt ekki eftir liggja og létu frumsamdar stökur tala sínu máli. „Gasalega smart, mamma, komdu og sjáðu? Ekki smart? Jú.“ Og nú spyr ég: Myndi einhverjum jafnaldra mínum einhverntímann detta önnur eins vitleysa að yrkja fallegt, dýrt kveðið tækifærisljóð? Sennilega ekki. Aftur á móti væri það ekki út úr myndinni að sjá nokkur innlegg í ljóðasamkeppni menntaskólablaðanna sem væru eitthvað á þessa leið: Manstu þegar við vorum fimm ára þá gerðum við snjóengla í snjónum það var svo gaman að vera lítill nú ert þú orðinn engill líka. Vonandi ertu snjóengill. Og fyrir annað eins hljóta menn einhver verðlaun, og ég ætla ekki einusinni að fara út í smásögurnar sem þar birtast, herregud; fæst gæti sómað sér á mjólkurfernunum. En hvar eru snillingarnir? Nú nefni ég aftur til sögunnar Valgeir Guðjónsson. Hann er einhver besti textahöfundur íslenskrar poppsögu, og þá er ekki lítið sagt. Ég get fullvissað ykkur, kæru lesendur (fyrir þá sem hættu ekki að lesa á b-lið 1. mgr) að íslensk textasmíð samtímans er ÖMURLEG sé hún borin saman við þá eldri. Fyrir svona 20-30 árum var yfirleitt reynt að segja sögur, ekki útlistanir á því hvernig er „að vera svona, ekki sitjogbíð og vona“ og hafa „eld inní sér“ eða þá að vera „hér, þar bara næstum allstaðar“. Ég vil snerta hjarta þitt, franskar með. Vertu ekki sár, sé ég á kinnum þínum taaár? Svo mætti lengi telja. Misskiljið mig ekki, margir íslenskir samtímatextasmiðir eru ágætir, sbr. Dr. Gunna. En það kemst enginn með tærnar þar sem Valli og kó. voru með hælana í denn tíð. Hér er texti sem allir þekkja: Ísland, sumar og sól Slædsmynd af Lómagnúpi og ömmu á kanaríkjól hestar að gera hitt Þú og ég við erum fimmenningar víkingar, aríar, Íslendingar! Fjallkonan hún tyllir sér á stein, fær sér smók og hvílir lúin bein alein. Þetta er kvæðið Ísland og má finna á samnefndri plötu úr smiðju Spilverks þjóðanna, sem er einhver vanmetnasta hljómsveit Íslandssögunnar. Ekki að hún þyki léleg, hún er bara almennt talin svona la la, Stuðmenn voru betri bla bla. Mig langar til þess að gráta þegar ég heyri svona. En nú erum við komin að mergi málsins. Hverjir eru arftakar hinna íslensku, hnyttnu skálda? Nú erum við að tala um fólk eins og Þórarinn Eldjárn, Megas og Pétur Gunnarsson. Mín kynslóð skartar engum, ENGUM slíkum textahöfundi sem látið hefur ljós sitt skína í íslenskum tónlistarheimi. E.t.v. Andri Snær Magnason, en hann hefur ekki verið mikið í textasmíðunum, held ég? Kannski er það bara til marks um minn lélega húmor, að mér finnst línur á borð „í dag var mér svo mikið mál að ég varð að pissa í baðkar“ og „þú ert svo ógeðslega feit kelling“ verulega ófyndið stöff. Sennilega á ég bara heima á meðal gamla fólksins sem fílar kveðskap um hversdagsleikann og var samt fyndinn. Ekki þar með að ég hafi nokkra hæfileika á sviði ljóðlistar, nehei. Þetta er eins og með leiklistina; maður spottar lélegan leikara úr kílómetra fjarlægð, en ekki gæti maður leikið þetta betur sjálfur. Þeir sem eru að gera það gott (eða telja sig vera að sjæna) í íslensku tónlistarlífi/textasmíð eru upp til hópa menntaskólahetjur sem hafa skotist upp á stjörnuhiminninn á vettvangi Morfís eða smásagnakeppna FF, með misjöfnum árangri. Og allt gott með það, mér finnst bara sorglegt að það sé enginn á mínum aldri sem kann að semja góða texta við flott lög, án þess að hafa það að fyrir augum að vera dónó og subbulegur. Reiðar stelpur með gítara, sem eru svo leiðar á karlkyninu að þær gerast lesbíur og fróa sér (úúúú – dónó! – þetta er reyndar alþjóðlegt fyrirbæri) og íslenskir rapparar að dissa Árna Johnsen. Æj... Hvað þarf að gera? Virkja ljóðakennslu í grunnskólum? Ég er viss um að fyrrnefndir forfeður okkar þurftu að læra aðeins fleiri ljóð en Ísland, farsældar frón, Ég bið að heilsa og Hótel Jörð. Kannski þurfti Jónsi bara að læra um Davíð Stefánsson (Akureyringur) eða e.t.v. var Birgitta ekki alveg að digga Skólaljóðin sín í Grunnskóla Húsavíkur. Ó, hve ómerkileg er mín æska. Sennilega eru einhverjir þarna úti, þeir eru bara hræddir við óþverrann sem núorðið ræður ríkjum. And my point is exactly: Góð skáld/textahöfundar eru í útrýmingarhættu. Takk. |Dagga| 14:38 fimmtudagur, september 16, 2004 Hár mitt þarf að skera... ... og það sem fyrst. Búin að panta tíma á morgun og býst við að þar fái allmargir lokkar að fjúka. Gúddígúddí. Og enn af ísskápsleysi. Fórí brjálæðiskasti í Smáralindina til að fá mér eitthvað í svanginn. Sneri aftur með pils úr Zöru og Burger King máltíð. Og þvílíkur vibbi. Fær mig til að vilja skipta yfir í hráfæði. Men det er jo uhyrlig grimt at se på. |Dagga| 17:10 miðvikudagur, september 15, 2004 Við eigum engan ísskáp lengur Sem þýðir að hann er bilaður. Hans er samt að vænta úr viðgerð á næstu dögum, að því tilefni mun móðurskipið yfirgefa oss og þar skal við sitja. Við vorum að reyna að klára úr frystinum og kælinum í gær og rákumst á pítubrauð sem bökuð voru 15. október 2003. Þau voru góð á bragðið. Enginn bíll og enginn kaldur matur. Hvað á ég að gera? Öll kælivara heimilisins er úti á svölum og fýkur sennilega í burtu; allavega ráðlögðu hádegisfréttirnar að taka inn lauslega hluti sem gætu fokið. Hversu fyndið væri það að finna brokkolí og tacosósu á veröndinni sinni? Kannski ekkert mjög. |Dagga| 14:33 mánudagur, september 13, 2004 Folinn minn litli, folinn minn litli ... Ástkær systir mín fann fjársjóð um daginn þegar hún var að taka til í vídjóspóluskúffunni. Þar fannst eldgömul spóla (say, 1989?) með Póníhestunum víðfrægu. Hoppaði ég af kæti við þennan merka fund og skipaði Steinunni að stinga spólunni í tækið strax, móður minni til ómældrar ánægju (eða hitt þó heldur). Eins og þessar teiknimyndir lifðu dásamlegu lífi í minningum mínum, brá mér heldur betur í brún þegar mér varð ljóst hversu illa talsettar (og teiknaðar) þessar blessuðu teiknimyndir eru. Vissulega var íslensk talsetning ekki komin vel á veg í þá daga, en herregud, hvílíkur hryllingur. En - ótrúlegt en satt - nostalgían var át of þis wörld! Línur á borð við „Upp regnbogann! Við verðum að finna stjörnu stjarnanna“ og „Ó nei, kuldakastið er að koma! Við verðum að fara í skjól, flýtið ykkur Lukka og Draumey, flýtið ykkur!“ Ah. Þetta voru góðir tímar. En ég get ekki annað en hugsað um það hvernig líf mitt væri í dag hefði ég ekki alist upp við Stöð 2. Sjónvarpið var mín barnapía. Hefði ég sloppið við barnaefni Stöðvar 2, væri ég þá ekki eins óskipulögð, einbeitingarlaus og reikul í hugsun og raun ber vitni? Ef til vill. Síðan á hann Atli afmæli í dag og fær hann stuðkveðjur í tilefni dagsins. Annars eru gleðifréttir dagsins þær að ég er að blogga úr fartölvunni minni (sem hefur hlotið nafnið Dollí) að heiman, þökk sé Gunna góða. Góður tölvukall sá. En ást mín á póní verður eilíf. Ég á líka ógeðslega mikið af pónídóti og er opin fyrir því ef einhver vill koma til mín með sína hesta og kannski, þúst, rifja upp gamla tíma. Eða Lafði lokkaprúð! Nei nú er ég gengin af göflunum. |Dagga| 16:51 sunnudagur, september 12, 2004 Vissuð þið... ... að nafnið Dagga kemur fram í laginu Einn dans við mig með Hermanni Gunnarssyni. Veeei! |Dagga| 12:08 |