daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, september 23, 2004 Ég er skíthrædd... ..um að ég sé ekki að standa mig nógu vel í lestrinum. Það merkilegasta sem ég afrekaði í gær var að læra leikreglur Minesweeper. Hér grætur lítið barn við hlið mér. |Dagga| 18:45 mánudagur, september 20, 2004 Það eru börn hérna, skiluru!? Ég held að það sé einhver dúddi hérna við hliðina á mér í tölvuveri Lögbergs að rita einhverskonar erótíska smásögu á ensku. En gasalega óviðeigandi. Annars horfði ég á heimildarmyndina um Svövu Jakobs í gær og hafði gaman af. En það virðist vera landlægt vandamál meðal íslenskra fræðimanna að hneppa skyrtunni alveg upp í háls. Það er jafnvel enn meira óviðeigandi en klámsöguskrif í Lögbergi. |Dagga| 14:51 |