daria * blogg hégómans
|
föstudagur, október 15, 2004 Loksins Ég veit ekki í hvaða Árnagarðskennslustofu ég á að vera í. Ég er ekki búin að blogga í viku. Ég er sennilega ekki búin að eyða nógu miklum tíma í lestur. Ég gæti e.t.v. fallið í fyrramálið. Ég gæti líka staðist með glæsibrag. Ég kann mikið í kröfurétti. Ég er ekki með stefnufrestina á hreinu. Það stendur ekkert um efndavarnaþing í lagasafninu. Það er sól úti og það er ógeðslegt að læra í dagsbirtu. Ég er að fara í klásusinn á morgun. Biðjið fyrir mér. |Dagga| 14:08 |