daria * blogg hégómans
|
föstudagur, október 22, 2004 Ja, ég skal sko aldeilis segja ykkur það... Ég var í strætó áðan, í 111-unni nánar tiltekið. Fór út hjá Kringlunni og sá þar mikla sjón. Hið allstóra strætóskýli sem stendur við Shell-stöðina þjónar ekki lengur hlutverki sínu sem biðskjól. Nei, þar er búið að koma eldhúsinnréttingu fyrir. Já, eins og þið e.t.v. vitið er Húsasmiðjan að auglýsa grimmt um þessar mundir, jafnt í sjónvarpi sem og í strætóskýlum. Nú er því búið að innrétta blessað strætóskýlið sem eldhús og má þar finna flísar á veggjum, skápa, bakaraofn, þottavél og vask. Og yfir þessu vakir trúr Securitas fulltrúi í Securitas bíl og borðar McDonalds hamborgara. Gömul kona sem var jafn agndofa og ég freistaðist til að snerta herlegheitin og reyndi að opna skáp. Vörðurinn brást við hið snarasta og skipaði henni að láta listaverkið kjurt. Ég forðaði mér. Ég er nú ekki sérlega hrifin af Húsasmiðjunni og kaupi bara mínar byggingarvörur hjá BYKO. Hreint út sagt finnst mér Húsasmiðjan vera suddafyrirtæki, þó það sé önnur saga. En þessar „það-er-svo-auðvelt-að-gera-upp-baðið-sitt-og-setja-flísar-að-þú-verður-eiginlega-bara-að-koma-til-okkar-og-kaupa-flísalím“ fylla mann einhverskonar löngun til að gera eldhúsið upp. Ég á ekkert eldhús. En þetta er auglýsingaherferð par exellans! |Dagga| 14:56 fimmtudagur, október 21, 2004 Rafhlöðuát Hún Dísa mín er þessa dagana frekar hávær orðin. Segja má að hún sér álíka diskrít og hárþurrka. Og með þessu viftustandi sínu kjamsar hún á batteríinu svo það endist ekki nema í svona 1 og 1/2 tíma. Sem er engan veginn nógu gott fyrir tíma glósusessjónir hjá Litla Fróðleiksmolanum a.k.a. S. Líndal. Hún mæs og blæs þrátt fyrir að vera tengd í vegg. Hún er ennþá í ábyrgð. Er eitthvað hægt að gera? Spurning um að mæta bara aftur með stílabók. En nehei, hvað haldiði að ég sé einhver helvítis amish kerla? Mér er illt í bakinu. |Dagga| 16:15 miðvikudagur, október 20, 2004 Ísland fyrir Íslendinga! Niður með trúleysingjana! Mér er það sönn ánægja að tilkynna netheimum að ég er frelsuð af kristi og orðin hliðholl Sjálfstæðisflokknum. Því gleðst mér að sýna ykkur tvær heimasíður sem mér finnst holl lesning. TrueChristian.com Svæsið efni. Skemmtilega flippaður nánungi frá Arkansas að boða Guðs orð með skrípamyndum af Michael Moore, talnaspeki, Atkins kúrnum og ýmsu öðru. Þessi ágæti maður veit hvað hann er að tala um. Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri. Vefslóðin segir allt sem segja þarf, ekki satt? |Dagga| 15:53 |