daria * blogg hégómans
|
föstudagur, nóvember 05, 2004 Ammríska BT auglýsir vírusavörn í forláta dreifiriti með fréttablaðinu í gær. „Enga Troyuhesta“ fullyrða þeir. Takk Brad Pitt, takk. Ég einfaldlega þoli ekki þegar alþjóðleg heiti útleggjast á amerísku. Já, amerísku. Bölvaður andskoti. Þetta er alveg eins og þegar maður hélt að það væri vitlaust að segja títanik en ekki tææteenic og leiðrétti fólk hægri vinstri. Í starfi bókavarðarins kemst maður oft í þá aðstöðu að fólk biður um „World atlas“, „The last days of Socrates“ eða þá eitthvert tónverkið sem heitir ýmist „The Magic Flute“ eða „The new age symphony“. Að maður tali nú ekki um „The queen of the night!“ Haha. Og þetta er svo halló að mig langar að gubba. Misskiljið mig samt ekki, ég er enginn púrítani í þessum efnum; satt best að segja vil ég frekar tala um „Harry Potter and the goblet of fire“ í stað Harry Potters og eldbikarsins ...ekki að ég hafi neitt á móti þýddum Harry Potter...ehe.. mér finnst bara eins og það sé verið að tala um einhvern álfabikar. Það á að vera á ensku ef það er á ensku. Annars er eins gott að sleppa því bara. Svo man ég líka eftir því að hafa skrifað til Æskunnar og ABC á sínum tíma til að kvarta undan þýðingum á nöfnum. Clare Danes hét Klara Daníels og Brian Austin Green úr BH 90210 hét Brjánn Austin Græni! Hahahaha! Ahhh, ég man hvað ég varð ógeðslega reið og hneyksluð á þjóð minni. En í dag er ég jafnvel enn hneykslaðri. Það er ekki allt amerískt, er það? |Dagga| 14:00 fimmtudagur, nóvember 04, 2004 Þýskar þingkonur Jahérna hér. 18 ára á þingi? Er þá ekki orðið of seint fyrir mig að fara í prófkjör og boða fagnaðarerindi eiturlyfjanna? En hvað er þetta annars með þýskt kvenfólk og sterkrauðan hárlit? Ókei, ég læt reglulega bronslitaðan tón í hár mitt en kommon! Þetta er svo skelfilega ljótt og algengt í Mið-Evrópu að það er erfitt að greina vændiskvinnur frá almenningi. Svo á hún ábyggilega fullt af þröngum, skræpóttum buxum. Allavega finnst mér þetta múv hennar að mæta í „þröngum T-bolum“ á þingfundi alveg dæmalaust gott. Sexí Saxlendingurinn er hún víst kölluð. Er þetta ekki bara Kata Júl þeirra Þjóðverja? |Dagga| 12:35 þriðjudagur, nóvember 02, 2004 Þetta er einfaldlega ekki ég! Þetta er svona eins og að gera ráð fyrir því að ná aukalífinu til þess að berjast við endakallinn en meiða sig í staðinn. Ætli maður verði þá bara ekki að reiða sig á þetta eina líf sem maður á eftir. |Dagga| 14:28 |