daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, nóvember 11, 2004 Frost er úti fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Ég sá fótbrotinn fugl áðan. Hann gat ekki flogið burt frá mér þegar ég ætlaði að skoða hann og hoppaði á öðrum í skjól. Hann drepst í nótt. Afhverju er veröldin svona vond? Annars veit ég ekki með Steinunni Valdísi, þó hún sé góð gella. Hún er bara ekki alveg með nógu fastmótaðar skoðanir í sambandi við Tónlistarhöllina mína. Já, það er það eina sem skiptir mig máli í dag. |Dagga| 12:30 þriðjudagur, nóvember 09, 2004 Bókatíðindi 2004 Ég elska þegar Bókatíðindi koma út. Þar er að finna margar áhugaverðar skruddur og ég vona að mér takist að komast í gegnum Þórarinn Eldjárn og kannski Huldar Breiðfjörð í jólafríinu. Eða frekar einhverja útlenska pokket. En viðleitni JPV á að laða til sín kvenþjóðina er ótrúleg. Með bókmenntum sem oftar en ekki fjalla um þjáðar konur í Líbanon og vonda menn sem skera á þeim kynfærin tekst þeim að tæma sinn kvóta á hverju bókasafni. Undanfarin ár hafa komið út bækur á borð við Brennd lifandi og Umkomulausi drengurinn en í ár eru þeir ekki að skafa utan af því. Svipt frelsinu. Og forsíðan sýnir arabakonu í eyðimörkinni. Fyrsta prentun selst upp í nóvember. Síðan má líka finna bækur á borð við IDOLbókina! og 100% Nylon. Í þeirri bók er víst sagt frá ævi stúlknanna, tilveru þeirra og framtíðarvonum. Bók sem allir verða 100% að eignast! Hvernig er ekki hægt að 100% eignast bók? Ræt. Ég elska þegar það er verið að blóðmjólka markaðinn. Trúið mér, sumir verða að vinna í sautján um næstu jól en ekki að oprtræða í Smáralind. Múha. En burtséð frá öllum stórútgáfum er enginn að fara að segja mér að endurútgáfa á Emmu og Tumabókunum sé ekki stærsti sigur íslenskrar bókaútgáfu í ár. |Dagga| 09:56 mánudagur, nóvember 08, 2004 Ég er að segja ykkur það! Að fá sér kaffi í fyrstu morgunpásu á fastandi maga er algjörlega til þess að vekja Glósuskrímslið Dagbjörku til lífsins. Meen, Æ vos on fæer! Allur ásetningur um að leggja kaffidrykkju á hilluna er floginn út um gluggann. Hinsvegar er þetta kaffiteríukaffi runnið úr spenum Satans. |Dagga| 12:45 |