daria * blogg hégómans
|
föstudagur, nóvember 19, 2004 Lausnin er komin! Lausnin er komin!! Afhverju datt mér þetta ekki í hug fyrr? Þetta er ótrúlega simpelt. Aðildarríkjum ESB yrði einungis heimilt að taka þátt í Júróvisjón. Öðrum ekki. Noregur? Þeim yrði gerður greiði. Sviss? Aldrei gert neitt síðan Celine Dion steig á svið og vann þennan andskota. Og er hún nú kanadísk. Úkraína? Öhh... eru fátækir og lummó og ættu ekki að vera með. Rússland? Þeir geta tekið þátt í svona Asivision. Og Íslendingar, haha, munu skyndilega líta vonaraugum til Júrókrasíunnar. Þetta er yndislegt. Ég ætla að skrifa bréf til Jose Manuel Barosso, háæruverðugs forseta framkvæmdastjórnar. |Dagga| 09:05 þriðjudagur, nóvember 16, 2004 Góðan dag Ég vil hefja mál mitt með því að biðja báða lesendur þessa bloggs afsökunar á framferði mínu. Mér þykir leitt að vera ekki duglegri við skrif, enda eru annir miklar. Því miður verð ég að tilkynna netheimum að framundan eru erfiðir tímar sem ég mun eiga erfitt með að yfirstíga. Þ.a.l. verður e.t.v. ekki mjög mikið um skrif hér. Ég mun þó reyna. Það merkilegasta sem á daga mína hefur drifið er sennilega fjárfesting mín á grænum eyrnatöppum. Dísan mín vill ekki borða meira en 96% af batteríi og stendur föst við sitt. Það var ennþá smá myrkur þegar ég kom úr tíma áðan. 112 er ljótur strætó. Merkilegt líka hvað brauð með osti er getur verið gott og skyr.is vont. It´s a wonderful life I lead. |Dagga| 11:25 |