daria * blogg hégómans
|
mánudagur, desember 13, 2004 Éraðpæla.. 21. desember nálgast óðfluga. Er varla búin að yfirgefa íbúðina sl. viku og þetta er að verða óhugnalegt. Kripalujóga eftir próf. Eftir próf eftir próf... Sem leiðir mig að einu. Er stemmari fyrir jólaglöggi á Þorláksmessu eins og í fyrra? Þið sem komuð vitið um hvað ég er að tala. Mamma búin að kaupa eplaskífupönnu (af Hreimi í L&S!) og vill ólm prófa hana. Sjálf vil ég endilega gera þetta aftur en ekki ef fólk er bissí, sem ég gæti vel trúað að flestir verði. Allavega, látið átómatískt sjálfboðskort eftir í haloscaninu og ég spái í þetta. Mmm.. síld og júlebrýg. Annars er líf sjónvarpstækis mæðgnanna að Gullsmára liðið undir lok. Dauðdaginn er reyndar bara hálfur; hljóð er í lagi en hálf myndin að ofanverðu er absent. Þannig að 8 ára þjónusta þessarar Suður-Kóresku gæðavöru er lokið. Minnir að sjónvarpið sem við áttum á undan hafi virkað í 20 ár. Og það var ekki einusinni orðið ónýtt. Hrmpf. En hversvegna eru öll sjónvörp á markaðnum GRÁ? Silfurlituð eða ekki.. þessi grái litur er alls ekki flottur og á ekki við mahóníinnréttingar. Svo virðist sem svört, venjuleg sjónvörp séu aðeins fáanleg sem plasmasjónvörp. En svoleiðis sjónvörp kosta margar Ragnheiður og með verri myndgæðum enívei. Maðurinn í BT ætlaði að missa sig þegar við mæðgurnar spurðum um svört sjónvörp. Hann sagði að það væri bara eitthvað sem kellingar pældu í - litur á sjónvörpum! Haha! Karlmönnum eins og honum væri sko (fokkíngs) sama. Eftir þessi fleygu orð yfirgáfu „kellingarnar“ BT og fundu svart sjónvarp í Hagkaup. Fífl. |Dagga| 15:43 |