daria * blogg hégómans
|
föstudagur, janúar 14, 2005 Fuglahatur Morgunblaðsins Í nístíngskulda síðustu daga hafa landsmenn flestir unað sér vel undir sæng í sætum svefni, á meðan kuldaboli ber á tvöfaldar rúður. Á meðan við hrjótum eru litlir fuglar varnarlausir fyrir náttúruhörkunni, nær dauða en lífi og eiga sér hvergi skjól nema undir mögrum væng. Og varla hafa þessi grey fengið neitt í gogginn síðan rétt fyrir jól, eða þá að einhverjir úlpuklæddir smákrakkar hafa hent í þeim gömlu rúgbrauði. Og hvað með það, þótt þessi aumingja kona hafi verið skelfingu lostin við það að sjá hungraða fugla leggja sér steina til goggs? Fylltist hún viðbjóði og fór með þetta í blöðin? Og hver í andskotanum trúir því að gæs geti gleypt bíllykil?! Einn krumminn eða mávurinn hefur í versta falli séð lykilinn á stéttinni og flogið með hann í hreiður sitt. Og svo er hringt í moggann og ljósmyndari fenginn á vettvang. Afhverju sér maður aldrei hræ af stærri fuglum á víðavangi? Ekkert dýr getur lifað af í þessu frosti, það er bara ekki hægt! Ég hugsa alltaf um gæsirnar á pollinum þegar ég er að leggjast til svefns, og oftar en einusinni hefur mig langað til að kaupa aukabrauð handa þeim í Bónus. Fór reyndar fyrir jól og gaf þeim, og varð smá, pínu, pínu hrædd. Þær þjörmuðu að mér og allt það, og það var virkilega vond lykt af þessu. Og þegar ég henti brauði til þeirra sáu þær það ekki, þær voru orðnar svo sljóar af hungri. En átti maður þá kannski að hringja í moggann? Ég bara næ þessu ekki. Á forsíðu!! FORSÍÐU! Og svo auglýsa þeir þetta í morgunútvarpinu. Hvað gerist nú? Hættir fólk að þora að gefa fuglum brauðmola af ótta við árás? Lélegri tilraun til æsifréttamennsku af fágaðri sortinni hefur maður bara aldrei séð! |Dagga| 16:06 fimmtudagur, janúar 13, 2005 Indí vs. tjokkó Katrínpúnkturis er sniðug. Hún og ég eigum sennilega ekkert sameiginlegt, en afhverju er ég samt alltaf sammála henni? Það sem gerði útslagið og fékk mig til að ánafna henni hálfri bloggfærslu er sú staðreynd að hún bloggar um indíbloggara. Og ég hef komist að því að það er fátt jafn fyndið og indíbloggarar. Ég skil ekki þessa indíbloggara sem yfirlýst meika ekki fólk í fjölbraut í Ármúla, fólk.is eða Nylon. Hver er ekki hafinn yfir Nylon gagnrýni á bloggsíðu, ég bara spyr? Og síðan er þetta thing með að birta heilu söngtextana sem færslu! Alþjóð veit að það er einungis heimilt þegar nánari spekúlasjónir varðandi innihald ljóðsins og hugsjónir skáldsins fylgja með. Sumir eru svo indí að þeir eru á barmi taugaáfalls. Samt vita þeir innst inni að klippingin þeirra er ekki ýkja frábrugðin Siggu Beinteinsar ´92 og það skemmtilegasta sem þeir gera er að smjaðra fyrir hinum indíbloggurunum, en þeir indíbloggarar sem eru raunverulega hipp eru of merkilegir til að minnast á það að þeir séu mjög indí ... sumir þó mjög duglegir... Æ. Ef þú ert indí áttu ekki bloggsíðu. Alvegsama þótt þú birtir plötugagnrýni um Franz Ferdinand og hatir Nylon. Annars dreymdi mig í nótt að ég hefði fengið kisu í afmælisgjöf frá ónefndum kunningja. Kötturinn var þrílitur; brúnn, hvítur og grænn. Ég vaknaði í svitakófi (soleiðis) þegar draumakisi var ósáttur við nýjan eiganda sinn og hóf að klóra úr mér augun. Skyldu árásir kisa tákna óvild gefandans í minn garð? Mér er spurn. Og svo vil ég taka það fram að ég er plebbabloggari og er ógeðslega hreykin af því. Geðveikt. |Dagga| 14:32 þriðjudagur, janúar 11, 2005 Trallaræ Ég hef komist að því að MSN forritið er gersamlega ónýtt til spjalls nema maður eigi þeim mun fleiri vini í útlöndum. Og nú hugsa þeir sem alltaf eru á MSN: Ji, döggu er illa við mig, ekki satt? Svarið er nei. Ég vil bara frekar tala við fólk. Ég hef bara fengið allt út úr MSNi sem hægt er að fá. Og það er kannski ekkert smá. |Dagga| 15:30 |