|
daria * blogg hégómans
|
|
föstudagur, janúar 21, 2005 Dómsdagurinn hefur runnið upp Talan Sex er skemmtileg að mörgu leyti. Hún er slétt tala, sem hægt er að snúa við svo úr verði Níu. Hún er litla systir Tólf, sem er fullkomin tala. Á Evrópusambandsfánanum er að finna Tólf gylltar stjörnur, því sú tala táknar fullkomnun, einingu - samstöðu. Sex er þ.a.l. næstum því allt þetta. Þegar ég var Tólf ára las ég Sex augnablik og hafði ekki gaman að. Sex má líka tengja við ástina - sex. Sex in the city er að mínu mati dálítið ofmetinn þáttur, þó ég geti alveg hlammað mér niður og horft á vitleysuna. Sex sex sex. En ein Sexa sker sig úr. Í dag fékk ég að líta fegurstu Sexu sem ég hef á ævi minni séð. Hún var næstum því jafn fullkomin og Tólf. Herrar mínir og frúr - ég fékk Sex. 22% ekki-fall og ég í topp 55 manna hópi. Vei. |Dagga| 14:59 fimmtudagur, janúar 20, 2005 Gúbb! Þetta kemur á morgun í hádegisbilinu. Ég hef gefið upp alla von. Elska ykkur samt. |Dagga| 15:35 miðvikudagur, janúar 19, 2005 Nei nei nei nei nei, ég bara nenni ekkjað hángí bíl Ég bara er ekki að meika þessa bið. Bíðibíð. Búin að lesa fyrir morgundaginn og næstu viku í stjórnskipunarrétti. Er þá mál að lesa fyrir: a)Sifja- og erfðarétt? b)Almenna lögfræði og gera ráð fyrir því að maður sé aumingi með hor? b)-kostur er fýsilegur en ógnvekjandi. Þessvegna ætla ég að lesa John Stuart Mill og gá hvort hann hafi eitthvað merkilegt að segja mér um nytsemina. Ég er hlynnt dagsektum kennara á prófseinkunum. Og svo vil ég bara segja að mér þykir vænt um mömmu mína, því hún er of örlát á heimilisbifreiðina; ennfremur þykir mér ljúft að hún smyr ennþá nesti handa mér. Stundum. Takk mamma. |Dagga| 14:51 |