daria * blogg hégómans
|
mánudagur, febrúar 14, 2005 Andvarp Byrjuð að læra, aftur. Er ekki í alveg jafn djúpum skít og mig grunaði. Vona að ég sé ekki að ofmetnast hér. En að öðru. Árshátíð Oratorsins er á miðvikudaginn og allt lítur út fyrir að Dagbjört fari í Árshátíðaköttinn, en sá köttur er mun grimmari en frændi hans sem er kenndur er við jól. Græna pilsið og svarti hlíralausi bolurinn klikkaði ekki í fyrra, en ég er ansi hrædd um að glamúrskalinn verði ekki beint sprengdur með ársgamalli flíkarsamsetningu sem tvívegis hefur verið brúkuð. Auk þess er ég með sýkingu í hægra auga og neglurnar nagaðar niður í kviku. Og mig bráðvantar skó! Það sem mig vantar fyrir miðvikudaginn er: (Forgangsröðun eftir upptalningu) 1. Árshátíðarkjól/pils. Eitthvað svona. 2. Skó. Háhælaða Mary Janes. Kannski svona. Eða svona. 3. Hárgreiðslu - það þarf að setja lubbann upp og ég kann ekki. 4. Gervineglur. 5. Förðun. 6. Airbrush brúnku. 7. Skart. Ef þetta fæst fyrir miðvikudaginn, þá erum við að dansa. Heck, þá skal ég bjóða hæstvirtum samgönguráðherra Sturlu Böðvarssyni upp í dans. Vei! |Dagga| 17:40 |