daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, febrúar 20, 2005 Bláfjöll opin í dag og ég heima. Uff. Held að ég hafi ekki stigið á skíðin mín í u.þ.b. 3 ár. Sem er ekki mjög mjög gott. En mamma er víst með allar græjurnar með sér útí Austurríki þar sem hún svífur niður snævi brekkur Alpanna fram á laugardag. Ew. En það er miklu skemmtilegra að vera heima hjá sér að lesa Barnarétt. Það er eitthvað við þessar lögfræðibækur sem eru úreltar; maður skimar yfir textann, strikar yfir einhverjar meginreglur og kallar það gott. Og kaupir síðan fleiri bækur sem leiðrétta það sem maður var að lesa. Haha. Mikið djöfull eru samt bækur dýrar. Vigga selur mér þó sínar á mjög sanngjörnu verði. Takk Vigga. Kláraði þetta raunhæfa verkefni á letistund á BóHa fyrr í vikunni og fíla mig bara dálítið vel. Fór síðan á Árshátíð Orators og hafði prýðilegt þar. Gerði mest lítið um helgina, og þó. Fór náttúrulega á eðalbarinn Players á endurfund 2000 árgangs Smáraskóla . Það var ekki jafn slæmt og mig grunaði. Nough said. Skylduræknisblogg eru æðisleg. En ég mun koma til með að verða ein heima í vikunni og ég ætla ekki að útiloka eitthvað sprell hér ef fólk er opið fyrir því. Tally-ho! |Dagga| 16:36 mánudagur, febrúar 14, 2005 Andvarp Byrjuð að læra, aftur. Er ekki í alveg jafn djúpum skít og mig grunaði. Vona að ég sé ekki að ofmetnast hér. En að öðru. Árshátíð Oratorsins er á miðvikudaginn og allt lítur út fyrir að Dagbjört fari í Árshátíðaköttinn, en sá köttur er mun grimmari en frændi hans sem er kenndur er við jól. Græna pilsið og svarti hlíralausi bolurinn klikkaði ekki í fyrra, en ég er ansi hrædd um að glamúrskalinn verði ekki beint sprengdur með ársgamalli flíkarsamsetningu sem tvívegis hefur verið brúkuð. Auk þess er ég með sýkingu í hægra auga og neglurnar nagaðar niður í kviku. Og mig bráðvantar skó! Það sem mig vantar fyrir miðvikudaginn er: (Forgangsröðun eftir upptalningu) 1. Árshátíðarkjól/pils. Eitthvað svona. 2. Skó. Háhælaða Mary Janes. Kannski svona. Eða svona. 3. Hárgreiðslu - það þarf að setja lubbann upp og ég kann ekki. 4. Gervineglur. 5. Förðun. 6. Airbrush brúnku. 7. Skart. Ef þetta fæst fyrir miðvikudaginn, þá erum við að dansa. Heck, þá skal ég bjóða hæstvirtum samgönguráðherra Sturlu Böðvarssyni upp í dans. Vei! |Dagga| 17:40 |