daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, mars 02, 2005 Mig hungrar í fæðu. Ekki búin að borða einn bita í dag. Skinku- og ostasamloka bíður eftir því að ég stelist til að borða sig hráa hér á bókhlöðunni. Var að henda inn umsóknum villt og galið áðan inn á alla bankana. Já, ég er desperat. Þessi gaur er svoooo flippaður, mar! Eigum við ekki bara að leggja niður landsdóm líka? Svei, það ætti bara að banna þingmönnum og ráðamönnum að segja af sér til að hindra alla þá óreiðu sem hefur skapast á undanförnum árum þegar, eh, margir margir þingmenn hafa sagt af sér í leyfisleysi. Árna aftur inn á þing! Afnemum ráðherraábyrgð! Múlbindum ákvarðanafrelsi! Þingmenn eru þrælar lýðræðisins! Heil þeim kjörnu fulltrúum! Hlekkjum þennan lýð við þingsætin! En það er gott að hann sér eftir henni Bryndísi. Það geri ég líka, en ég veit að hún á eftir að tækla Bifröstina. En annars gerði ég litla grein á pólitík. Jibbíjei. Ekki myndi ég grenja það ef Gunni myndi segja af sér. Bara svona fyrst við erum á þessum nótum. |Dagga| 13:36 þriðjudagur, mars 01, 2005 Sól sól skín á mig Ví. Þegar gengið er út úr Gullsmáranum tekur morgunsólin við töskuklyfjaðri skólastúlkunni og lífið er ljúft. Mest langar hana til að syngja í strætóskýlinu. Þangað til að hún fattar að sól getur aðeins þýtt eitt: Próf. Þá langar hana mest til þess að fara að skæla. En hún gerir það ekki, heldur mætir hún á Bókhlöðuna og reynir að gera eitthvað af viti. Annars er þetta engan veginn nógu góð frammistaða. Á öllum skrilljón myndunum sem teknar voru á árshátíð Oratorsins sést ég ekki á EINNI! Ég ætla að biddsslappa ljósmyndarann! Framapotaramínusstig. Þetta hinsvegar er OF fyndið. |Dagga| 09:42 |