|
daria * blogg hégómans
|
|
föstudagur, apríl 01, 2005 Klong klæng Þegar ég hendi einhverju inn í þvottavélina heyrist svona klong. Þá finnst mér það hljóma alveg eins og upphafsstefið í Radioheadlaginu Packt Like Sardines in a Crushd Tin Box á Amnesiac. I'm a reasonable man get off my case, get off my case, get off my case Klæng. |Dagga| 09:18 fimmtudagur, mars 31, 2005 Brotin loforð má finna upp í ermum ónefndra... Hér sit ég, í stofu 1 í Háskólabíó. Og einhver ónefndur fyrrverandi formaður SHÍ var búinn að senda mér afar persónulegan tölvupóst þess efnis að innstungur fyrir fartölvur væru væntanlegar strax eftir páskafrí við hvert einasta sæti í sal 1. En ég sé enga innstungu. Ekki eina. Það er nákvæmlega þetta sem endurspeglar framtakssemina sem við höfum leyft okkur að gagnrýna. Stríð milli Vöku og Röskvu? Nei, kannski viljum við bara að fólk segi satt. En nóg af því. Ég var, blessunarlega, að fá staðfestingu á sumarstarfi. KB heitir áfangastaðurinn, nánar tiltekið í Mjóddinni. Sem er últra. 9-5 lífernið verður ljúft í sumar. Eflaust er ég ekki öfundsverð í huga margra, en ég veit bara af reynslu að sveigjanlegur vinnutími er ekkert annað en að sofa fram að hádegi, vinna fram á rauða nótt með einhverjum allt of löngum kaffipásum og óvissan algjör. Viðbjóður, segi ég. Og svo er þetta alls ekki illa borgað. Og frí um helgar! Sumarið leggst vel í mig. Ætla ekki að að hætta mér í nein ferðalög erlendis, en aldrei að vita hvort einhver örstutt helgarferð sé málið, og þá bara í september þegar útsölurnar byrja. Mmm. Og svo vissi ég ekki að Svanur Pé væri að blogga á Lævdjörnalinum. Ferlega flott. |Dagga| 09:13 |