daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, maí 01, 2005 Próflestur er hreint helvíti á jörð Jæja börnin góð. Nú fer að styttast í stjórnskipunarréttinn á þriðjudag og verður þá glatt á hjalla. Eða allt að því, þar sem 11 dögum síðar er sifja og erfða - en þá verður stuð. Ég held að ég þurfi að taka bjartsýnispakkann á þetta eins og um jólin, þ.e. hvernig sem fer, hvort sem ég klaufast til að borða prófið í stað þess að leysa það, eða verð rekin út fyrir prófsvindl, ætla ég að skemmta mér svohooo mikið í lok prófa. No shit. Það þýðir: Bíóferðir, kaffihús, gönguferðir á fjöll á blíðskaparsumarkvöldi, hjólaferðir, lestur dýrindis ruslbókmennta, Júróvisjón og vídjógláp. Mig langar til að fara að gráta þegar ég hugsa um gleðina. Er vægast sagt búin að vera klemmd í dag. Svo virðist sem dugnaðurinn í vetur er ekki búinn að skila sér. Í bland við afspyrnulélegt raunhæft verkefni og stúdentapólitík hefur lærdómurinn svo sannarlega fengið blómstrunarleyfi og mörgum mörgum mörgum tímum eytt í lestur, en afraksturinn ekki sest á harða diskinn. Sem er ver og miður. Get ekki annað en sífellt hugsað til þeirra sem eru búnir að standa sig svo vel - og jafnvel eytt töluvert minni tíma í lestur. Og því er ég ekki svo viss um hvort ég næ stjórnskipunarréttinum. Mér finnst ég vera með þetta nokkurnveginn klar parat - en samt. Uhu. Hef verið í svolítilli sjálfsvorkunn og svartsýni (Hjalta til óstjórnlegrar gleði og skemmtunar) og tekið margar tarnir í „lögfræði er ekki fyrir mig, ég vil fara í stjórnmálafræði en ég meika ekki hannes“ og „Ætla að fara til Danmerkur í blaðamannaskóla“ o.s.frv. En ég þarf bara að telja dagana. Það er ótrúlegt hvað lærdómsdagurinn líður hratt, eftir allt saman! En já. Mig langar til að vera útskrifuð og hafa tíma til að fara á kvikmyndahátíð. Svona eins og þessi! $%#&&="! (og já, ég veit. þarf að uppfæra þennan linkalista...) |Dagga| 15:17 þriðjudagur, apríl 26, 2005 Andlaus Inngangurinn áðan. Erfitt, en auðleyst próf. Ef þetta heppnast ekki núna kýli ég einhvern. Og svo 3. og 14. maí. NENNI EKKI NEINU! |Dagga| 12:42 |