daria * blogg hégómans
|
mánudagur, maí 23, 2005 Helgin var dásamleg. Og ég er svo glöð að Selma datt út. Mitt fólk datt inn á öðrum stöðum, og ég er massasátt við forystu Samfó. Dásemd á dásemd ofan, fundurinn í Egilshöll var næstum glamúrus og annálaðir andpólitíkusar vilja skrá sig í flokkinn. En mig vantar hvíld. Það var ekki einn stóll, einn dúkur, eða einn stólfótur sem UJ raðaði ekki upp, og það var ekkert smá. Og svo er fólk að pirrast á glæsilegri kosningu Gústa? Staðreyndin er einfaldlega sú að við erum orðin ýkja mörg skal ég segja ykkur, og á hraðleið með að verða virkasta og fjölmennasta ungliðahreyfingin í geimi. Og já, ég fagna því að þessi Selma hafi klúðrað málunum í Kænukarði í knébuxum. Júrópopp eða fimmtudagsferð í Borgarleikhúsið á Listdansflokkinn? Your call. Og já - ef þið þurfið að eiga í bankaviðskiptum á næstunni mæli ég með KB í Mjóddinni og gjaldkera sjö. |Dagga| 19:54 |