daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, júní 05, 2005 Já ég skal segja ykkur það... Ég sem hélt að ég myndi seint detta ofaní forarpytt bloggletinnar. Vikur á vikur ofan án skrifa og ég er ömurleg. Skamm skamm. En ef þið haldið að ég eigi eftir að gera eitthvað af viti í dag, þá skjátlast ykkur hrapallega. Af mér er nefnilega fátt að frétta. Næntúfæv í Mjóddinni og brjálæði um kvöld og helgar. Ég er orðin hálf-eirðarlaus og kann varla að njóta lífsins lengur. Er að leita að einhverju skemmtilegu lesefni. Ráðleggingar óskast! Og já - svo þarf ég að kaupa Ipod. Skelfilegt líf. |Dagga| 12:38 |