daria * blogg hégómans
|
föstudagur, júní 10, 2005 Kaldur frontur. Það er lítið um að vera í Mjóddinni í hádeginu á föstudögum. Stundum of lítið. Ungur maður um hálfþrítugt gengur inn í bankann og borgar gíróseðil. Gjaldkeri í sumarafleysingum: Hundraðsextíuogsjö tilbakagjörsvovel. (Ætlast til þess að kúnni yfirgefi básinn). Kúnni: Já þú segir það. Hmmm. Hvað heitirðu? Vandræðaleg þögn. Afgreiðslustúlka getur ekki ýtt ákveðið á bjölluna í von um björgun frá næsta viðskiptavini þar sem bankinn er tómur. Og allir í kaffi. Því ákveður hún að fara að ljósrita. Kúnni: Heitirðu kannski Sumarstarfsmaður? Eheheeeee he... (Bendir á lítilfjörugan, gullsleginn skiltisstaut við glerið) Gjaldkeri í sumarafleysingum: Nei. (ýtir ákveðið á græna takkann) Kúnni: Er gaman að vinna hérna? Gjaldkeri: Mhmm. Þögn. Kúnni áttar sig Kúnni: Er kannski bannað að höstla á vinnutíma? Gjaldkeri: Ég myndi halda það. Kúnni: Eh, ókei. (Yfirgefur útibúið, gjaldkera til ótvíræðs léttis). En kemur síðan aftur og segir En ég vil samt bara að þú vitir að ég veit að ég er glataðasti nánungi í heimi og stelpur eins og þú eru alltaf að minna mig á það! En ég heiti allavega ekki Sumarstarfsmaður!! Ég held að ég verði að biðja um nýtt skilti. En það breytir því samt ekki að stundum mætti ég halda mér saman. Ekki samt í þessu tilviki. En, ég tala of mikið. Ætla að fara í þagnarbindindi yfir helgi. |Dagga| 11:36 sunnudagur, júní 05, 2005 Já ég skal segja ykkur það... Ég sem hélt að ég myndi seint detta ofaní forarpytt bloggletinnar. Vikur á vikur ofan án skrifa og ég er ömurleg. Skamm skamm. En ef þið haldið að ég eigi eftir að gera eitthvað af viti í dag, þá skjátlast ykkur hrapallega. Af mér er nefnilega fátt að frétta. Næntúfæv í Mjóddinni og brjálæði um kvöld og helgar. Ég er orðin hálf-eirðarlaus og kann varla að njóta lífsins lengur. Er að leita að einhverju skemmtilegu lesefni. Ráðleggingar óskast! Og já - svo þarf ég að kaupa Ipod. Skelfilegt líf. |Dagga| 12:38 |