daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, júní 16, 2005 Þröngsýni og vantraust Það er ótrúlegt hvað margir telja árið 1994 vera gengið aftur í garð. Það skrýtna er að ég sé engar plastsnuddur eða Scatman plötur. Skíbbidíbbiridúbbdúrúú. Þegar ég greiði einhverju stjórnmálaafli atkvæði mitt, er Framsóknarflokkurinn eða Alfreð Þorsteinsson vanalega ekki tilheyrandi ofarlega á blaði. Ég ætla nefnilega að reyna að komast í gegnum lífið án þess að gera mikið af því að krossa við béið. Og ég ætla heldur ekki að kjósa eitthvað til að halda öðru frá velli. Að viðhalda R-listanum eins og hann er í dag með Don Alfredo og co. til þess að halda Sjálfstæðismönnum úti í kuldanum er bara ekki nógu góð ástæða. Enda snýst þetta allt um lýðræðislega ábyrgð. En heck, ég er Kópavogsbúi - best að skipta sér ekki af. Afhverju gerir fólk sér ekki grein fyrir því, að nú hefur orðið til bandalag félagshyggjufólks, sem er töluvert girnilegri heild en R-listinn getur nokkurntímann orðið? Ég bara skil ekki þennan smásálarhátt. En. Skráði mig í SHA í vikunni. Og það er kominn 20. júní og sumarið að verða búið?! Gaa! Verð að lappa upp á djammgallann.... Og voksne mennesker er snilld. Út í sólina og lýðræðið! Júhú. |Dagga| 17:25 |